Hvernig fór hún að því að grennast óvart?

Ariel Winter árið 2017.
Ariel Winter árið 2017. mbl.is/AFP

Modern Family-stjarnan Ariel Winter var lengi þekkt fyrir að vera með góðar línur eins og kallast í Hollywood þar sem flestir eru allt of grannir. Hún hefur grennst töluvert að undanförnu en nýlega greindi hún hvers vegna það gerðist. 

Winter opnaði sig í sögu sinni á Instagram er People greinir frá. Segist hún í mörg ár hafa verið á þunglyndislyfjum sem gerðu það að verkum að hún þyngdist og átti erfitt með að léttast. „Þetta var alltaf pirrandi fyrir mig af því ég vildi komast í gott form og finnast eins og það sem ég lagði á mig sæist, en mér leið aldrei þannig. Ég sætti mig við það og hélt áfram,“ sagði Winter. 

Hún segist ekki hafa verið tilbúin að breyta um lyf þar sem það getur verið erfitt að stilla lyfin af. Í fyrra ákvað hún þó að breyta um lyf. Í kjölfarið breyttist brennslan hennar og hún missti strax öll þau kíló sem hún hafði átt svo erfitt með áður. Segir hún það hafa komið sér mjög á óvart. 

„Á meðan mér líður betur andlega eftir breytingarnar og það er gott að æfa og líkaminn bregst við þá vil ég bæta nokkrum kílóum af vöðvum á mig og verða heilbriðgari,“ sagði Winter sem sagðist einnig vilja gamla rassinn sinn aftur. 

View this post on Instagram

💖 thank you @schonmagazine 💖 link in bio 👸🏻

A post shared by ARIEL WINTER (@arielwinter) on Feb 7, 2019 at 12:35pm PST

mbl.is