Helgi notar hugvíkkandi efni eftir ofbeldissamband

Helgi Ómars opnar sig í hlaðvarpsþætti Gumma kíró.
Helgi Ómars opnar sig í hlaðvarpsþætti Gumma kíró.

Í nýjasta hlaðvarpsþættinum Tölum um með Gumma kíró opnar áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson sig um þá andlega vinnu sem hann er í. Helgi segir hugvíkkandi efni hafa hjálpað sér. Í þættinum segja kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason og athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir einnig frá áföllum sínum.   

„Frá því ég var þriggja, fjögurra upp í fimm, sex ára þá var reglulega sagt við mig að svona eiga strákar ekki að vera. Þú mátt ekki vera með naglalakk,“ segir Helgi sem fékk að heyra það á þessum viðkvæma aldri að hann mætti ekki vera eins og hann vildi vera.

„Þegar þú heyrir alltaf sama hlutinn aftur og aftur þá ferðu að trúa þeim,“ bendir Gummi kíró við. 

Helgi segir að ein af rótin í vanda hans hafi verið hvernig komið var fram við hann þegar hann var yngri. Honum leið eins og hann ætti ekki erindi. „Ég hef sett alla orkuna mína í að berjast fyrir aðra en ekki mig. Núna er ég að vinna á fullu í að sinna mér. Ég sé það núna að ég gleymdi sjálfum mér einhversstaðar á leiðinni og fór að bjarga öðrum. Þetta er það sama og ég gerði með fyrrverandi. Ég sá brotinn einstakling, ekki óraði að það bitnaði á mér. En það var mitt lífsmarkmið að láta honum líða vel og kenna honum að ást er falleg.“

Tölum um með Gumma Kíró
Tölum um með Gumma Kíró

Hugvíkkandi efni undir leiðsögn

Helgi segir sín helsta vinna sé að vinna sig út úr ofbeldissambandi og segir það hafa verið erfitt að sætta sig við að vera með áfallastreituröskun. 

„Þegar ég legg hann til hliðar þá er það eins og að horfa á þriðja, fjórða stigs bruna. Á hverju hélt ég? Brennandi kolum? Ég þarf að fókusa hingað, ekki á hann. Hann gerir það sem hann gerir, hann er búinn að gera það. Ég ber ábyrgð á sjálfum mér, að ég hafi ekki vitað betur. Ég hefði getað farið en ég gerði það ekki,” segir Helgi. 

Hugvíkkandi efni hafa hjálpað Helga. „Áður en ég fór á hugvíkkandi, sem ég er búinn að prófa tvisvar með leiðsögn sálfræðings á mjög faglegan hátt, vildi ég ekki vera í sjálfum mér lengur. Ég var svo búinn á því. Mig langaði ekki að búa með þessum heila.“

Gummi kíró sagðist vera spenntur fyrir hugvíkkandi efnum sem leið til þess að kafa dýpra.

„Þetta er magnað en ég myndi alltaf mæla með að gera þetta undir leiðsögn. Ég myndi ekki gera þetta einn. Það er svo margt inni í þessu, það er hugleiðsla í byrjun, það er ásetningur, það er sálfræðitíma,“ segir Helgi um meðferðina sem hann hefur farið í. 

Í dag er Helgi í ástríku sambandi með unnusta sínum, Pétri Sveinssyni. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan og helstu streymisveitum. mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál