Svona æfir Aniston í ræktinni

Leikkonan er í hörkuformi!
Leikkonan er í hörkuformi! Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston er þekkt fyrir heilbrigðan lífsstíl. Aniston leggur hart að sér í ræktinni, borðar næringarríka fæðu og leggur mikið upp úr náttúrulegum valkostum. Leikkonan stundar pilates af krafti, en það er hreyfingarform sem einblínir á djúpvöðvana fyrir styrk og góða líkamsstöðu. 

Aniston birti myndskeið á Instagram-síðu sinni í gærdag þar sem hún sést taka vel á því í æfingasalnum á heimili sínu. Leikkonan sýndi viljann sem þarf til að æfa þrátt fyrir nennuleysið sem fylgir mánudögum. 

„Ef þú ert að eiga einn af þessum mánudögum, þá finn ég til með þér. En maður verður bara að halda áfram og gera sitt,“ skrifaði Aniston við færsluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál