Guðni setur hús sitt á leigu

Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson á svölum Tjarnarstígs.
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson á svölum Tjarnarstígs. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson, verðandi forseti Íslands, er greinilega farinn að undirbúa flutningana á Bessastaði en hann hefur sett hús sitt við Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi á leigu.

Eignin verður til sýnis næstkomandi fimmtudag en um er að ræða 249 fermetra einbýlishús á þremur hæðum. Fimm svefnherbergi eru í húsinu og þrjár stofur en hægt væri að hafa sex svefnherbergi í eigninni með lítilli fyrirhöfn. Lóð hússins er stór, afgirt, tyrfð og með trjágróðri. 

Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Tjarnarstíg fyrr í sumar þegar Guðni var hylltur í embætti.

Hér er hægt að skoða eignina nánar. 

Húsið er fallegt að utan.
Húsið er fallegt að utan. Ljósmynd/Fasteignamarkaðurinn ehf.
Eldhúsið er í retróstíl.
Eldhúsið er í retróstíl. Ljósmynd/Fasteignamarkaðurinn ehf.
Borðstofan er rúmgóð.
Borðstofan er rúmgóð. Ljósmynd/Fasteignamarkaðurinn ehf.
Glæsileg lóð fylgir húsinu.
Glæsileg lóð fylgir húsinu. Ljósmynd/Fasteignamarkaðurinn ehf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda