Kíkt inn í nýja lúxushótelið á Höfðatorgi

Innlit í glæsilega Tower Suites Reykjavík lúxushótelið á Höfðatorgi.
Innlit í glæsilega Tower Suites Reykjavík lúxushótelið á Höfðatorgi. mbl.is/Árni Sæberg

Í byrjun júní þessa árs opnaði nýtt lúxushótel, Tower Suites Reykjavík, á tuttugustu og jafnframt efstu hæð Turnsins við Höfðatorg. Hótelið er í hæsta gæðaflokki og skartar átta svítum með svakalegu útsýni frá hæsta útsýnispunkti í Reykjavík. Svíturnar eru frá 45 til 65 fm að stærð og heita eftir nokkrum af helstu fjöllunum í fjallahringnum sem umlykur höfuðborgina. Á hæðinni er jafnframt glæsileg setustofa, Tower Suites Skylounge, þar sem boðið er morgunverð og barþjónustu. Smartland Mörtu Maríu fékk að kíkja í heimsókn.

Hönnun hótelsins var í höndum Ásgeirs Ásgeirssonar og Áslaugar Þorgeirsdóttur hjá T.ark, arkitektum. Mikil áhersla var lögð á að gestir geti notið útsýnisins sem best. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar eftir hönnun T.ark og húsgögnin eru í látlausum en glæsilegum stíl og eru m.a. frá Fritz Hansen, Tom Dixon, Mooi og Space Cph.

Íslensk myndlist í hávegum höfð

Það sem vekur svo athygli er að listaverk eftir íslenska samtímalistamenn prýða veggi hótelsins og þar á meðal einstakt skúlptúrverk úr áli eftir Sigurð Árna Sigurðsson, sem staðsett er í setustofunni, Skylounge.

Það er alveg á hreinu að það mun fara vel um hótelgesti því í hverri svítu er m.a. vínkælir með sérvöldum vínum, Nespresso-kaffivélar, sjónaukar á trönum, háhraða nettenging, Apple TV, Ipad og flatskjár með sérhönnuðu afþreyingarkerfi. Jógamottur, hlaupakort og hágæðabaðvörur eru jafnframt í hverri svítu og er aðgangur í Laugar Spa innifalinn í gistingunni. Morgunmaturinn kemur frá veitingastaðnum Happ á jarðhæð Turnsins og er bæði lífrænn og ljúffengur.

Hótelið hefur verið meira og minna fullbókað frá því það opnaði í byrjun júní. Erlendir gestir sem sækjast eftir einstakri gistiupplifun eru þar í miklum meirihluta. Nokkrar nafntogaðar kvikmyndastjörnur hafa gist hótelið, en ekki fæst uppgefið hverjar þær eru. Einnig hefur verið vinsælt á meðal íslenskra brúðhjóna að eyða brúðkaupsnóttinni á Tower Suites Reykjavík.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er um afar vel heppnað hótel að ræða þar sem smartheitin ráða ríkjum. Nánari upplýsingar um hótelið og lausar gistinætur er að finna á vef hótelsins.

Ljósið fyrir ofan spegilinn er hannað af systrum sem reka …
Ljósið fyrir ofan spegilinn er hannað af systrum sem reka saman fyrirtækið Atelier Areti. mbl.is/Árni Sæberg
Blöndunartækin eru úr Tara-línunni frá Dornbracht.
Blöndunartækin eru úr Tara-línunni frá Dornbracht. mbl.is/Árni Sæberg
Veggflísarnar koma frá Vídd.
Veggflísarnar koma frá Vídd. mbl.is/Árni Sæberg
Hugsað út í hvert smáatriði.
Hugsað út í hvert smáatriði. mbl.is/Árni Sæberg
Innlit inn í Tower Suites Reykjavík.
Innlit inn í Tower Suites Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
Innlit inn í Tower Suites Reykjavík.
Innlit inn í Tower Suites Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
Innlit inn í Tower Suites Reykjavík.
Innlit inn í Tower Suites Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
Svíturnar eru 45–65 fermetrar að stærð.
Svíturnar eru 45–65 fermetrar að stærð. mbl.is/Árni Sæberg
Í svítunum eru sjónaukar þannig að gestir ættu að geta …
Í svítunum eru sjónaukar þannig að gestir ættu að geta virt borgina fyrir sér vel og vandlega. mbl.is/Árni Sæberg
Innlit í Tower Suites Reykjavík.
Innlit í Tower Suites Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
Innlit í Tower Suites Reykjavík.
Innlit í Tower Suites Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
Hönnun hótelsins var í höndum Ásgeirs Ásgeirssonar og Áslaugar Þorgeirsdóttur …
Hönnun hótelsins var í höndum Ásgeirs Ásgeirssonar og Áslaugar Þorgeirsdóttur hjá T.ark, arkitektum. mbl.is/Árni Sæberg
Í hverri svítu er Apple TV, Ipad og flatskjár með …
Í hverri svítu er Apple TV, Ipad og flatskjár með sérhönnuðu afþreyingarkerfi þannig að gestum ætti ekki að leiðast. mbl.is/Árni Sæberg
Falleg húsgögn og listaverk prýða hvern krók og kima.
Falleg húsgögn og listaverk prýða hvern krók og kima. mb.is/Árni Sæberg
Loftljósið frá Atelier Areti setur skemmtilegan svip á rýmið.
Loftljósið frá Atelier Areti setur skemmtilegan svip á rýmið. mbl.is/Árni Sæberg
Innlit í Tower Suites Reykjavík.
Innlit í Tower Suites Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
Útsýnið er vægast sagt svakalegt.
Útsýnið er vægast sagt svakalegt. mbl.is/Árni Sæberg
Nútímaleg hönnun ræður ríkjum á hótelinu.
Nútímaleg hönnun ræður ríkjum á hótelinu. mbl.is/Árni Sæberg
Svíturnar heita eftir fjöllum og jöklum.
Svíturnar heita eftir fjöllum og jöklum. mbl.is/Árni Sæberg
Gólfefnið á göngum hótelsins er Bolon, ofinn vínildúkur í bland …
Gólfefnið á göngum hótelsins er Bolon, ofinn vínildúkur í bland við grálakkað eikarparket sem er lagt í fiskibeinamynstur sem síðan heldur áfram inn í sjálfar svíturnar. mbl.is/Árni Sæberg
Tower Suites þykir fullkomið hótel fyrir nýbökuð hjón sem vilja …
Tower Suites þykir fullkomið hótel fyrir nýbökuð hjón sem vilja einstaka upplifun á brúðkaupsnóttina. mbl.is/Árni Sæberg
Innlit í Tower Suites Reykjavík.
Innlit í Tower Suites Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál