Hvar fæ ég smart mottur?

Sesselja Thorberg er Fröken Fix.
Sesselja Thorberg er Fröken Fix. Ljósmynd/Saga SIg

Sesselja Thorberg vöru- og innanhússhönnuður rekur hönnunar- og ráðgjafafyrirtækið Fröken Fix og svarar spurningum lesenda Smartlands. Fröken Fix er löngu orðin þekkt fyrir djarfa og óvenjulega hönnun sem og hagkvæmar lausnir en Fröken Fix sérhæfir sig í innanhússhönnun fyrir fyrirtæki jafnt sem einstaklinga.

Sæl Fröken Fix,  

Hvar fæ ég smart mottur?

Kveðja frá húsmóður í Vesturbæ

Sæl og blessuð húsmóðir í Vesturbæ,  

ég persónulega er mjög hrifin af tilbúnu mottunum frá Persíu enda hafa þeir aukið úrvalið verulega undanfarin misseri.

Ég er einnig mjög dugleg að benda á teppafyrirtækin en þú getur fengið sniðna mottu í þeirri stærð sem þér hentar. Parket & Gólf er gott dæmi um aðila sem þú getur leitað til.

Svo eru auðvitað fallegar mottur sem hægt er að sérpanta í Epal, Módern og Casa (svo eitthvað sé nefnt). Ef þú vilt aðeins hagkvæmari verðmiða þá er Ikea er með margar ódýrar mottur sem er fín lausn og svíður ekki eins að skipta þeim út og Ilva og Línan með mjög huggulegar lausnir líka margar hverjar.

Nýjungar í bransanum eru auðvitað líka teppaflísar í öllum litum og gerðum, sem hægt er að setja saman til þess að mynda mottu. Þetta getur auðvitað orðið mjög smart líka.

Ég hef líka stundum notað vínilmottur.

Sænsku vínilframleiðendurnir Bolon eru sjúklega smartir, ég hef látið sníða mottur (til dæmis í sumarbústaðinn eða við eldhúsvaskinn).

Kær kveðja, 

Fröken Fix

Þarftu heimilisráð? Þú getur sent Fröken Fix spurningu HÉR. 

Hér er heimili sem Fröken Fix hannaði.
Hér er heimili sem Fröken Fix hannaði.
Urban Myth-teppaflísamotta.
Urban Myth-teppaflísamotta.
Motta frá Parket og gólf.
Motta frá Parket og gólf.
Motta frá Parket og gólf.
Motta frá Parket og gólf.
Zheva-motta frá Persíu.
Zheva-motta frá Persíu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál