Jón Trausti og Ingibjörg keyptu glæsihús á Nesinu

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir.
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ritstjórar Stundarinnar, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hafa fest kaup á glæsilegu raðhúsi á Seltjarnarnesi. 

Um er að ræða 262 fm raðhús sem byggt var 1982. 

Smartland greindi frá því að tekist hafi ástir með parinu og nú hafa þau gengið skrefinu lengra og keypt sér húsnæði saman. Bæði eiga þau börn frá fyrri samböndum og því ætti ekki að fara illa um mannskapinn í þessu fallega húsi við sjóinn. 

mbl.is