Ekki nóg að eiga bara fallegt heimili – íbúarnir skipta mestu máli

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir býr á Ægisíðunni í fallegu húsi þar …
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir býr á Ægisíðunni í fallegu húsi þar sem einstaklega vel fer um alla fjölskylduna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, stjórnarformaður Hörpu, býr ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra, í húsi sem teiknað var af Gunnlaugi Halldórssyni. Húsið var byggt 1952 og er við Ægisíðu í Reykjavík. Það má því segja að fallegar byggingar spili stórt hlutverk í lífi hjónanna. Ingibjörg Ösp hefur verið stjórnarformaður Hörpu í þrjú ár og lungann af þeim tíma hefur veira geisað um heiminn.

„Með kórónuveirunni kom nýtt lag ofan á fyrri krísur sem ég hafði séð og lifað. Þar eð áhyggjur af heilsu og jafnvel lífi fólks. Staða sem við höfðum ekki reynt áður. En svo við færum okkur aðeins á léttari nótur þá reyndist þessi tími fyrir okkur fjölskylduna ekki erfiður.“

Gluggi úr eldhúsinu tengir það við borðstofuna.
Gluggi úr eldhúsinu tengir það við borðstofuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spennan náði hámarki þegar nýjar reglur voru tilkynntar

Hún segir veirutímann hafa fært þeim alls konar áskoranir og að kofaveikin hafi gert vart við sig.

„Við gátum verið að svekkja okkur á alls konar hlutum. Það var samt þannig að í stóra samhenginu þá leið öllum vel. Það fór vel um okkur heima. Við fundum upp á ýmsum nýjum hlutum að gera, við völdum vel í jólakúlur, páskaegg og hvað það nú allt hét sem afmarkaði hópastærðir.

Spennan náði yfirleitt hámarki þegar nýjar sóttvarnareglur voru kynntar. Þá söfnuðust allir saman við hátalarann til að vita hvað væri fram undan. Það má segja að tímatalið hafi breyst úr hinni hefðbundnu daga-, viku- og mánaðarviðmiðum í minnisblaðaviðmið. Ákvarðanir yrðu teknar eftir næsta minnisblaði og öll okkar plön miðuðust við gildistíma síðasta minnisblaðs.

Útsýnið úr borðstofunni er einstakt.
Útsýnið úr borðstofunni er einstakt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Merkilegast fannst mér að velta fyrir mér aðlögunarhæfni manneskjunnar. Það fyllti mig bæði trú á framtíðina en gerði mig líka aðeins hrædda. Hlutir sem við töldum óhugsandi fyrir stuttu urðu okkur eðlislægir og við fórum jafnvel að kunna vel að meta þá.“

Er gift fyndnasta manni sem hún þekkir

Ástin og vináttan er það sem skiptir Ingibjörgu hvað mestu máli og er hún á því að ekki sé nóg að búa á fallegu heimili. Þeir sem búa á heimilinu, þeim þarf að koma saman í daglega lífinu.

„Ég hugsa um það nánast daglega hvað ég er mikil gæfukona og hvað ég er þakklát fyrir það. Einn daginn sér maður að það er ekki sjálfsagt að fá tækifæri til að elska og að vera elskaður. Þar er ég ekki aðeins að vísa til ástar á maka heldur á börnum, fjölskyldu og vinum. Að alast upp við dásamlegar aðstæður í öruggum faðmi foreldra, systur og fjölskyldu er eitt. Að eignast fimm heilbrigð börn og nú tvö barnabörn er annað og auðvitað margfaldur æviskammtur af gæfu. Svo er það happafengurinn, maðurinn minn sem er allt í senn kletturinn minn, besti vinur og fyndnasti maður sem ég þekki. Hann er líka alveg sjúklega sætur,“ segir Ingibjörg og brosir.

Það er draumur að vera með arinn í húsinu. Þetta …
Það er draumur að vera með arinn í húsinu. Þetta fallega arinstæði er fyrsta skrefið í þá áttina að sögn Ingibjargar. mbl.is(Kristinn Magnússon

„Svo eru það vinirnir og þeir eru auðvitað alveg sér á parti því þeir velja sér þetta ólíkt fjölskyldunni sem fæðist með þessa kvöð. Það gengi er engu líkt og við fengum nú heldur betur staðfestingu á því á tímum veirunnar þegar við lokuðumst inni vikum saman. Þannig er nú það og þá held ég að margra ára skammtur af væmni sé kominn hjá mér en það má líka stundum.“

Falleg listaverk prýðir stofuna. Meðal annars verkið Skúlptúr eftir Sigurð …
Falleg listaverk prýðir stofuna. Meðal annars verkið Skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson sem þau fengu í brúðargjöf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dásamlegt að eiga góðar stundir heima

Fjölskyldan, heimilið og vinnan eru á meðal helstu áhugamála Ingibjargar og bara lífið allt í kringum hana.

„Að vera með fólkinu mínu og upplifa með því skemmtilegar stundir, viðfangsefni og áskoranir. Við hjónin eru að reyna eins og við getum að vera dugleg að ganga, skíða og stunda aðra útivist og hreyfingu. Við elskum að ferðast og skoða heiminn, elda og borða góðan mat og auðvitað að fara í leikhús og njóta menningar og lista.

List er hornsteinn heimilisins.
List er hornsteinn heimilisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á meðan eru enn svona ung börn á heimilinu er dásamlegt að eiga vini sem eru í svipuðum sporum og eru tilbúnir til að laga spilakvöld, útilegur og óvissuferðir að þörfum breiðs hóps. Svo er líka dásamlegt að ná fullorðinsaugnablikum með fullorðnu börnunum okkar á ferðalögum, leikhúsi eða við önnur sameiginleg áhugamál.

Ég hef verið svo heppin í gegnum tíðina að mér hafa þótt viðfangsefnin í mínum störfum einstaklega áhugaverð og skemmtilegt. Þau hafa verið ólík og fjölbreytt og mörg hver krefjandi. Það er í raun algjör óskastaða að takast í störfum sínum á við verkefni sem vekja hjá manni einlægan áhuga og maður er tilbúinn að gefa sig allan í. Í mínum huga er eftirsóknarvert að geta leyft þessu að flæða. Ég skil og virði mikilvægi þess að fólk geti skilið vinnuna eftir í vinnunni og viðfangsefni heimilisins eftir heima. Í grunninn er vissulega gott að hafa einhver slík viðmið en hjá mér er þetta kannski í meira flæði, það á sér í lagi við þegar verkefnin tengjast menningu og viðburðum ýmiss konar.“

Öll listaverk heimilisins eiga sér fallega sögu. Sum eru þó …
Öll listaverk heimilisins eiga sér fallega sögu. Sum eru þó dýrmætari en önnur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ingibjörg segir tónlist gefa lífinu lit og þá má finna og heyra þegar komið er heim til hennar.

„Tónlist stækkar það sem þarf að stækka og minnkar það sem þarf að minnka. Róar og sefar eða ýtir undir stuð og stemningu. Tónlistin getur svo auðveldlega farið undir skinnið á okkur og alveg inn að kviku. Þess vegna viljum við gjarnan tengjast henni á öllum okkar stærstu tilfinningalegu augnablikum, í gleði og sorg.

Listaverk eftir Þorra Hringsson og stóll úr Heimili og hugmyndum.
Listaverk eftir Þorra Hringsson og stóll úr Heimili og hugmyndum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ég er ekki viss um að fólk myndi almennt átta sig á því hvað tónlistin auðgar líf okkar allra því hún er alls staðar og við grípum til hennar við öll tilefni. Þegar við komum saman á stærstu íþróttaviðburðum eða í fámenni til að kveðja ástvini. Engin bíómynd er gerð án tónlistar sem á, með hljóðmynd, svo stóran þátt í að skapa stemningar og upplifanir að án þess vissum við varla hvernig okkur liði með sögulega framvindu. Við sefum litlu börnin með þessu og sýnt hefur verið fram á lækningamátt tónlistar hjá elstu aldurshópum samfélagsins og þá sérstaklega þeim sem glíma við veikindi. Það má því kannski segja að hún sé upphaf og endir alls hjá okkur, að minnsta kosti nátengd hvoru tveggja.“

Fallegt hljóðfæri sem Ingibjörg hefur átt lengi.
Fallegt hljóðfæri sem Ingibjörg hefur átt lengi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fær stundum nóg af Duran Duran

Ingibjörg er í tveimur kórum sjálf þótt hún sé kannski ekki svo mikið að syngja heima.

„Mér finnst þetta allt gott í hófi og verð að viðurkenna að mér finnst stundum nóg um þegar eiginmaður minn setur Duran Duran í gang í upphafi dags, jafnvel þótt sú sveit sé ágæt fyrir sinn hatt. Strákarnir halda okkur við efnið í nýju tónlistinni og klassísk tónlist er dásamleg þegar næði er til að njóta.

Gangurinn inn í viðbygginguna er með rennihurð svo hægt sé …
Gangurinn inn í viðbygginguna er með rennihurð svo hægt sé að loka á milli ef gestir koma í heimsókn eða ef heimilisfólkið vill hafa meiri frið og næði. mbl.is/Kristinn Magnússon

En vegna þess hve tónlistin er mikilvæg þá getur líka orðið flókið að velja hana, sérstaklega fyrir stóru stundir. Það fannst mér til dæmis eitt af því flóknasta að gera fyrir brúðkaup okkar hjóna. En almennt nota ég tónlistina líka til að gíra mig upp í erfið verkefni eða til að hjálpa mér við einbeitingu.“

Ingibjörg er dugleg að fylgja hjartanu og má sjá ýmislegt á fallega heimili þeirra hjóna sem bendir til þess. Bara það hvernig hlutunum er stillt upp og hvernig umhverfið er til þess fallið að heimilisfólkið geti haft það gott saman heima.

Þennan bekk má finna í holi við forstofuna.
Þennan bekk má finna í holi við forstofuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimilið einfalt en Harpan stórkostleg

Ingibjörg er hrifin af öllu því sem er með sál og færir frið í hjartað.

„Mér finnst húsið okkar Magnúsar mjög einfalt og gott og erum við meira að hugsa um þægindi hér en að kaupa okkur inn hönnunarvörur. Húsið Harpa er svo allt annað mál. Það er einstaklega gefandi að fá tækifæri til að koma að starfsemi Hörpu. Harpa leikur mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hefur mikla þýðingu, ekki aðeins fyrir íslenskt menningarlíf heldur líka fyrir atvinnulífið í miklu víðara samhengi. Verðmætin sem Harpa skapar eru ekki nema að litlu leyti sýnileg í ársreikningum félagsins enda er það ekki hlutverk Hörpu að skila hagnaði. Í Hörpu viljum við skapa vettvang og umgjörð þar sem aðrir fá að njóta sín og skapa verðmæti, hvort sem er í menningarlegu, samfélagslegu eða rekstrarlegu tilliti.

Inni á baði á jarðhæð er falleg lýsing. Blöndunartækin eru …
Inni á baði á jarðhæð er falleg lýsing. Blöndunartækin eru úr Byko og rauða borðið var keypt í Hollandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mér finnst þetta sérstaklega skemmtilegt – ekki síst vegna þess að ég á svo skemmtilegar minningar frá þeim sjö árum sem ég vann í tengslum við Menningarhúsið Hof á Akureyri. Fyrst í tengslum við undirbúning og framkvæmdir en svo starfaði ég sem framkvæmdastjóri hússins fyrstu fimm árin eftir að það opnaði.

Þann 13. maí í fyrra var haldið upp á tíu …
Þann 13. maí í fyrra var haldið upp á tíu ára afmæli Hörpu. Þau hátíðarhöld fóru eðili málsins samkvæmt á annan veg en upphaflega var ráðgert, vegna kórónuveirunnar, en áfanganum var fagnað með ýmsum hætti. Nýverið var meðal annars afhjúpað nýtt útilistaverk. Verkið ber nafnið Himinglæva og er eftir Elínu Hansdóttur. Verkið prýðir Hörputorg og eigendurnir, ríkið og Reykjavíkurborg, færðu húsinu verkið ásamt konsertflygli. mbl.is/Árni Sæberg

Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann á menningarsviðinu, hreyfa við okkur og tengja okkur við mennskuna sjálfa. Í Hörpu eru haldnir stórkostlegir menningarviðburðum í bland við mikilvægar alþjóðlegar ráðstefnur og nemendasýningu í dansi, matarmarkaði og skákmót. Fermingarbörn hjá Siðmennt ganga út í fangið á tökuliði Netflix sem vinnur að tökum á hasarmynd. Þetta er mannlífið í allri sinni dýrð og fjölbreytni.

Þótt menningin og viðburðarhald sé vissulega drifkrafturinn þegar kemur að viðfangsefnum Hörpu er að mörgu öðru að hyggja. Ábyrgur og framsækinn rekstur er auðvitað grundvallaratriði til að hægt sé að takast á við dagleg verkefni með sóma og svo að eftir sé tekið. Það þarf skýrann ramma og sannfæringu fyrir því að innviðir séu öflugir og traustir. Við sem höfum augun á rekstarlegum viðfangsefnum og skipulagi berum ríkar skyldur í því að skapa skýran ramma og öryggi fyrir aðra að vinna í. Þetta á líka við um skapandi störf og verkefni.“

Það er einstaklega gefandi að fá tækifæri til að koma …
Það er einstaklega gefandi að fá tækifæri til að koma að starfsemi Hörpu að mati Ingibjargar. mbl.is/Árni Sæberg

Spennandi að sjá allt opnast aftur

Hún segir ótrúlega spennandi að finna hvernig allt er að opnast aftur í samfélaginu.

„Að finna hvernig samfélagið lærir smátt og smátt á fyrri takt. Við erum í raun enn að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar í einhverri mynd. Uppsöfnuð funda- og viðburðaþörf er til staðar og á sama tíma ákveðin þörf fyrir endurhæfingu hjá mörgum. Við erum orðin ansi vön því að fylgjast með úr fjarlægð við skjáinn. Þetta gengur hins vegar vel og í raun vonum framar enda hefur tíminn verið vel notaður í Hörpu. Þar höfum við í góðu samtali við eigendur unnið að því að þróa enn frekar og bæta aðstöðu og efla starfsemi, breyta og bæta meðal annars í samstarfi við nýja rekstraraðila í húsinu.

Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann á menningarsviðinu …
Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann á menningarsviðinu að mati Ingibjargar. Þar er hægt að borða, hreyfa sig og að tengjast mennskunni betur. Í Hörpu eru haldnir menningarviðburðir í bland við alþjóðlegar ráðstefnur, nemendasýningar í dansi, matarmarkaðir og skákmót. mbl.is/Árni Sæberg

Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna veiru tíma væru Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefði í dvala eða einhvers konar djúpsvefn. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Sköpunin hefur verið alls ráðandi, nýjar leiðir hafa fundist til miðlunar og upplifunar og ráðist hefur verið í fjölda verkefna sem tengjast viðhaldi og þróun á búnaði og aðstöðu. Þetta hvílir vissulega allt á því að við eigum ótrúlegan hóp af metnaðarfullum og framsýnum listamönnum en ekki síður öfluga viðburðarhaldara sem eru af öllum stærðum og gerðum. Þar má fyrst nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna og Stórsveitina sem hafa fast aðsetur í húsinu og setja mark sitt á alla starfsemi. Auk þess er fjöldinn allur að öðrum aðilum sem vinna með Hörpu enda eru viðburðir á ársgrundvelli í eðlilegu ári meira en tólf hundruð, það má skjóta á að það séu 300-400 aðilar sem að þeim koma. Svo er það auðvitað ótrúlegur hópur starfsfólks í Hörpu sem hefur á síðustu misserum staðið sig með eindæmum vel í sínum störfum á krefjandi tímum og ég veit að svo verður áfram.“

Þó menningin og viðburðarhald sé vissulega drifkrafturinn þegar kemur að …
Þó menningin og viðburðarhald sé vissulega drifkrafturinn þegar kemur að viðfangsefnum Hörpu er að mörgu öðru að hyggja. Ábyrgur og framsækinn rekstur er auðvitað grundvallaratriði til að hægt sé að takast á við dagleg verkefni með sóma og svo að eftir sé tekið at mati Ingibjargar. mbl.is/Árni Sæberg

Tilneydd að endurmeta hlutina

Hún segir faraldurinn hafa eins kennt okkur margt.

„Við vorum tilneydd að staldra við, endurmeta og endurhugsa hlutina. Nú þarf að velja hvað af nýjum siðum, tækni og viðmiðum ætlum við að taka með okkur í nýja tíma og hvað við kveðjum að þessum kafla loknum. Í þessum efnum þarf að taka upplýsta ákvörðun, hvorki sjálfstýring eða viðjar vanans mega ráða för.“

Litirnir í byggingunni eru fallegir.
Litirnir í byggingunni eru fallegir. mbl.is/Árni Sæberg
Hún segir spennandi að fá að taka þátt í því …
Hún segir spennandi að fá að taka þátt í því að opna Hörpu eftir kórónuveirutíma og finna hvernig samfélagið lærir smátt og smátt á fyrri takt. mbl.is/Árni Sæberg
Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga …
Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna kórónuveirutíma þyrftu Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefur af eða verið í dvala vegna tímans. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. mbl.isÁrni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál