Allt í drasli heima hjá Marie Kondo

Marie Kondo er sérfræðingur í tiltekt.
Marie Kondo er sérfræðingur í tiltekt.

Marie Kondo varð heimsfræg á einni nóttu fyrir að gefa fólki góð ráð til þess að taka til. Hún viðurkennir nú að hennar eigið heimili sé síður en svo fullkomið.

„Hér áður fyrr fann ég fyrir miklum þrýstingi að heimilið mitt væri alltaf fullkomið þar sem ég starfa við það að hjálpa fólki við tiltekt. En svo eignaðist ég þriðja barnið og hafði einfaldlega engan tíma lengur til þess að taka til,“ segir Kondo í viðtali við The Times.

Sýnir sér meiri mildi

„Ég áttaði mig á að við höfum öll okkar mörk. Heimilið mitt er í óreiðu og það er ekkert sem ég get gert í því. Þar er ég stödd núna. Ég er búin að gefast upp en á góðan hátt. Heimilið er í óreiðu því ég á börn. Mér finnst enn neyðarlegt þegar fólk sér óreiðuna en ég er hætt að vera svona hörð við sjálfa mig. Ég sýni mér meiri mildi.“

Leið yfir hana við tiltekt

Kondo ólst upp í Tokyo og var miðjubarn. „Ég var alltaf mjög feimin sem barn. Ég elskaði að taka til, þrífa og sauma. Ég var dugleg að lesa lífsstílstímarit móður minnar og elskaði öll heimilisráðin. Á tímabili varð ég svo upptekin af því að henda hlutum að það varð að ákveðnu vandamáli. Ég byrjaði að taka til um leið og ég kom heim úr skólanum og gerði ekkert annað. Einu sinni gekk svo mikið á í tiltektinni að það leið yfir mig. Þegar ég komst til meðvitundar áttaði ég mig á að í stað þess að finna ástæður til þess að henda hlutum ætti ég að leita að ástæðum til að eiga hlutina. Þannig varð KonMari aðferðin til.“

„Ég er ekki naumhyggjukona en mín hugmynd um tiltekt er að hafa í kringum sig hluti sem veita manni gleði. Þetta snýst ekki bara um að henda.“

„Það er of auðvelt að kaupa sér fullt af dóti á netinu. Við byrjum á að kaupa hluti sem gleðja okkur en endum á að sitja uppi með óreiðuna sem fylgir öllum þessum hlutum.“

Marie Kondo ásamt fjölskyldu sinni.
Marie Kondo ásamt fjölskyldu sinni. skjáskot/Instagram
Marie Kondo skilur betur fólk sem á erfitt með að …
Marie Kondo skilur betur fólk sem á erfitt með að halda röð og reglu á heimilinu eftir að hún eignaðist þrjú börn. mbl.is/skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál