Pétur og Elísabet selja 253 fm hönnunarparadís

Pétur Freyr Pétursson og Elísabet Helgadóttir hafa sett glæsilegt endaraðhús …
Pétur Freyr Pétursson og Elísabet Helgadóttir hafa sett glæsilegt endaraðhús sitt á sölu. Samsett mynd

Pétur Freyr Pétursson og Elísabet Helgadóttir, eigendur hönnunarverslunarinnar Vest, hafa sett endaraðhús sitt við Reynihlíð í Reykjavík á sölu. Húsið var reist árið 1983 og er skráð 253 fm að stærð. 

Hjónin hafa innréttað heimili sitt á glæsilegan máta þar sem tímalaus hönnun og listaverk fá að njóta sín. Flotuð gólfin tóna vel við viðarpanel í loftinu, en stórir og síðir gluggar hleypa mikilli birtu inn og setja sterkan svip á eignina.

Það er óhætt að segja að stílhreinn og minimalískur blær sé yfir eigninni þar sem mjúk form og beinar línur mætast í húsmunum og skapa notalega stemningu. 

Mjúkir tónar og listaverk

Eignin er á fjórum pöllum auk aukaíbúðar á neðstu hæð, kjallara og bílskúr. Hún státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.

Á efsta pallinum eru mjúkar línur allsráðandi þar sem Julep sófi og stóll frá ítalska hönnunarmerkinu Tacchini prýða rýmið. Til móts við mjúka og ljósa tóna í mublunum hefur listaverki í grænum og bláum tónum eftir listamanninn Árna Bartels verið komið fyrir sem gefur rýminu mikinn glæsibrag. 

Á neðri pallinum má sjá Sesann hægindastólana, sem eru endurútgáfa af sögulegri hönnun ítalska arkitektsins Gianfranco Frattini, auk Quadro sófans frá Tacchini. Þá setur listaverk eftir listamanninn Halldór Ragnarsson punktinn yfir i-ið í rýminu.

Af fasteignavef mbl.is: Reynihlíð 17

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál