163 fm hæð með eftirtektarverðum heimilisstíll

Ásett verð er 112,9 milljónir.
Ásett verð er 112,9 milljónir. Samsett mynd

Við Arnarhraun í Hafnarfirði er að finna 163 fm hæð í tvíbýlishúsi sem reist var árið 1962. Eignin var áður á tveimur hæðum en nýverið voru hæðirnar aðskildar og 54 fm séríbúð útbúin á neðri hæðinni.

Eignin hefur verið innréttuð á sjarmerandi og eftirtektarverðan máta. Óvæntir húsmunir gefa eigninni skemmtilegan karakter til móts við náttúrulega áferð sem er í forgrunni í íbúðinni. 

Stofan er rúmgóð með góðum gluggum sem hleypa mikilli birtu …
Stofan er rúmgóð með góðum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn.
Í rýminu mætist mismunandi áferð og skapar notalega stemningu.
Í rýminu mætist mismunandi áferð og skapar notalega stemningu.

Gylltir húsmunir áberandi

Í eldhúsinu er stílhrein dökk innrétting með kopar vaski, krana og smérsmíðuðum borðplötum sem gefa rýminu mikinn glæsibrag. Innréttingin tónar fallega við steypuáferð á veggjum og mjúka litapallettu sem flæðir í gegnum eignina. 

Stofa og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu alrými. Á gólfum má sjá harðparket með síldarbeinsmynstri og hafa tveir veggir verið klæddir, annars vegar með viðarpanel og hins vegar terracotta-rauðum flísum sem búa til hlýlega stemningu í rýminu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Arnarhraun 15

Eldhúsið er afar stílhreint.
Eldhúsið er afar stílhreint.
Gylltir munir spilar lykilhlutverk í eigninni.
Gylltir munir spilar lykilhlutverk í eigninni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál