Kröftugir jarðtónar í 92 fm í Vesturbænum

Ásett verð er 69,8 milljónir.
Ásett verð er 69,8 milljónir. Samsett mynd

Við Tómasarhaga í Vesturbæ Reykjavík er að finna sjarmerandi 92 fm íbúð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1955. Dökk og kröftug litapalletta einkennir íbúðina þar sem fallegir brúnir tónar spila lykilhlutverk og skapa notalega stemningu. 

Gengið er inn í íbúðina um sérinngang, en í forstofu má sjá afar fallegar flísar með skemmtilegu mynstri sem fanga augað samstundis og góða fataskápa með flottum frontum.

Fallegar flísar í forstofu fanga augað um leið og gengið …
Fallegar flísar í forstofu fanga augað um leið og gengið er inn í íbúðina.
Húsið var reist árið 1955 og er afar snyrtilegt.
Húsið var reist árið 1955 og er afar snyrtilegt.

Dökk litapalletta flæðir í gegnum íbúðina

Eldhús, borðstofa og stofa eru samliggkandi í opnu rými með góðum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn. Veggina prýðir hlýlegur en kröftugur brúnn litur sem gefur íbúðinni mikinn karakter. Í eldhúsi er stílhrein dökkbrún innrétting með góðu vinnu- og skápaplássi.

Íbúðin státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu. Bæði herbergin eru björt með góðum gluggum og hafa verið máluð í notalegum jarðtónum. Þá er einnig snyrtilegur sameiginlegur garður við húsið. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Tómasarhagi 9

Í eldhúsi er stílhrein innrétting með góðu skápaplássi.
Í eldhúsi er stílhrein innrétting með góðu skápaplássi.
Í íbúðinni mætast mismunandi viðartónar.
Í íbúðinni mætast mismunandi viðartónar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál