85 fm hönnunarparadís við Mávahlíð

Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta með húsgögnum frá …
Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta með húsgögnum frá heimsþekktum hönnuðum. Samsett mynd

Við Mávahlíð í Reykjavík er að finna 85 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1946. Eignin hefur verið innréttuð á sérlega sjarmerandi máta með skandinavísku yfirbragði, en í íbúðinni má finna klassíska muni eftir heimsþekkta hönnuði sem standast tímans tönn.

Eldhús, borðstofa og stofa eru samliggjandi í björtu og rúmgóðu alrými með góðum gluggum. Í stofunni grípur glæsilegt málverk eftir myndlistamanninn Steingrím Gauta augað samstundis, en þar að auki prýða rýmið hillur frá String sem sænski arkitektinn Nils Strinning hannaði árið 1949 og hægindastóll frá Audo Copenhagen eftir danska húsgagnahönnuðinn Ib Kofod-Larsen frá árinu 1951. 

Glæsilegt málverk eftir myndlistamanninn Steingrím Gauta prýðir stofuna.
Glæsilegt málverk eftir myndlistamanninn Steingrím Gauta prýðir stofuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Í hverju horni má sjá fallega húsmuni.
Í hverju horni má sjá fallega húsmuni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Opið og bjart eldhús án efri skápa

Í eldhúsi er stílhrein hvít innrétting með viðarborðplötu, en þar má sjá skemmtilega útfærslu á eldhúsi án efri skápa. Á undanförnum árum hefur færst í aukana að efri skápum sé sleppt í eldhúsi, enda getur það gert rými opnari og bjartari og gefið þeim aukna möguleika. 

Hinir tímalausu J39 stólar sem danski arkitektinn Børge Mogensen hannaði árið 1947 prýða borðstofuna. Þá hangir PH 5 ljósið sem Poul Henningsen hannaði árið 1958 yfir borðstofuborðinu, en ljósið er sannkölluð hönnunarklassík sem virðist aldrei fara úr tísku. 

Alls eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi í íbúðinni. Ásett verð er 74,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Mávahlíð 17

Eldhúsið er bjart og stílhreint.
Eldhúsið er bjart og stílhreint. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Það gerir mikið fyrir rýmið að sleppa efri skápum.
Það gerir mikið fyrir rýmið að sleppa efri skápum. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál