Sjarmerandi stíll við Rangá

Við bakka Ytri-Rangár í Rangárvallasýslu standa þrjú sjarmerandi gistihús á 5.083 fm eignarlóð. Tvö þeirra eru 119 fm að stærð og voru byggð á árunum 2004 og 2005. Þriðja húsið telur 283 fm og er á tveimur hæðum, en það var reist árið 2023.

Fagurfræði stærsta hússins fangar augað samstundis, en þar er notaleg sumarbústaðastemning með lúxusyfirbragði sem hittir beint í mark. Húsið hefur verið innréttað á afar fallegan máta þar sem náttúruleg litapalletta og hrár efniviður eru í forgrunni.

Á neðri hæðinni er opið rými með eldhúsi, stofu og borðstofu. Stílhrein ljósgrá eldhúsinnrétting prýðir rýmið ásamt góðri eldhúseyju. Einfaldleikinn er í forgrunni í eldhúsinu, en smáatriði eins og sjarmerandi flísar í „subway“-stíl og fulningar á hurðum setja punktinn yfir i-ið. Í borðstofunni er stórt borð og yfir því hangir glæsileg ljósakróna sem gefur rýminu mikinn karakter.

Af fasteignavef mbl.is: Rangá 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál