Er þetta minnsta einbýlishúsið á Íslandi?

Við Tungustíg á Eskifirði er til sölu tveggja herbergja einbýlishús …
Við Tungustíg á Eskifirði er til sölu tveggja herbergja einbýlishús á þremur hæðum. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Marga dreymir um að búa í einbýlishúsi með sér garði og engum nágrönnum sem halda fyrir þeim vöku langt fram eftir nóttu. Einbýlishús eru þó oft í stærri kantinum með verðmiða í samræmi við það, en það er þó ekki algilt. 

Við Tungustíg á Eskifirði er til sölu krúttlegt einbýli sem er líklega með minnstu einbýlishúsum landsins. Húsið var reist árið 1930 og telur ekki nema 33 fermetra, en það stendur á 200 fermetra eignarlóð. 

Þrátt fyrir að fermetrarnir séu ekki margir er eignin á þremur hæðum, en húsið var áður fyrr enn minna þar sem steinsteyptri viðbyggingu hefur nú verið bætt við aðalhæð hússins sem er annars bárujárnsklætt timburhús á steyptum kjallara. 

Lítið hús sem leynir þó á sér

Á fyrstu hæð hússins eru forstofa, eldhús, stofa og baðherbergi. Í risi má svo finna svefnherbergi og stigapall með tveimur geymslum. Í kjallara er 8 fm geymslurými, en kjallarinn er ekki skráður inn í fermetratölu hússins. 

Óskað er eftir tilboði í eignina, en fram kemur á fasteignavef mbl.is að fasteignamatið sé 11,9 milljónir og brunabótamatið 16,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Tungustígur 4

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál