Heillandi 74,9 milljóna hæð í Vesturbænum

Íbúðin er björt með fallegum gluggum og hefur verið innréttuð …
Íbúðin er björt með fallegum gluggum og hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta. Samsett mynd

Við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna afar fallega 94 fm íbúð á neðstu hæð í tignarlegu og sjarmerandi fjölbýlishúsi sem reist var árið 1946. Á síðasta ári var íbúðin öll gerð upp og endurhönnuð og útkoman óneitanlega glæsileg.

Eldhús og borðstofa eru samliggjandi í rúmgóðu og björtu rými. Þar má sjá stílhreina hvíta eldhúsinnréttingu með góðu skápaplássi og stóra eldhúseyju með borðplötu úr Carrera-marmara sem setur svip sinn á rýmið. 

Þar má einnig sjá fallegt loftljós sem hangir yfir borðstofuborðinu, en skemmtilegir og litaglaðir borðstofustólar með rauðum og bleikum tónum gefa rýminu ferskan blæ. 

Rýmið er bjart og opið með fallegu parketi með fiskibeinamynstri …
Rýmið er bjart og opið með fallegu parketi með fiskibeinamynstri á gólfi. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Skandinavískt yfirbragð er yfir borðstofunni.
Skandinavískt yfirbragð er yfir borðstofunni. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Bogadreginn veggur og guðdómlegir gluggar

Mikill sjarmi er yfir stofunni sem einkennist af bogadregnum vegg með einstaklega fallegum gluggum. Þar hefur notalegri setuaðstöðu verið komið fyrir þar sem bláir, grænir og gulir tónar fá að njóta sín.

Eignin státar af tveimur svefnherbergjum og einu fagurgrænu baðherbergi sem grípur augað samstundis. Á veggjum baðherbergisins má sjá ljósgrænar flísar til móts við ólívugræna veggi sem skapa notalega stemningu, en á gólfinu eru fallegar terrazzo-flísar sem setja punktinn yfir i-ið. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Víðimelur 27

Fallegir gluggar í stofunni setja punktinn yfir i-ið.
Fallegir gluggar í stofunni setja punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Blái liturinn fær að njóta sín til fulls.
Blái liturinn fær að njóta sín til fulls. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Á baðherberginu er fagurgrænn í aðalhlutverki.
Á baðherberginu er fagurgrænn í aðalhlutverki. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál