10 bestu ráð fasteignasala

Það skiptir miklu máli að vera búinn að taka til …
Það skiptir miklu máli að vera búinn að taka til áður en ljósmyndari kemur að taka myndir. mbl.is/&SHUFL

Smekkur manna er misjafn en hann skiptir þó sköpum þegar verið er að selja fasteign. Bleiki prinsessustíllinn hentar ekki öllum og hann gæti fælt kaupendur frá. 

Í umfjöllun The Times kemur fram að lykilatriði sé að halda heimilinu hlutlausu og einföldu. Yfirþyrmandi persónuleikinn má ekki skína í gegn.

„Það er mikilvægt að þekkja markhópinn og vita hvað virkar fyrir þitt svæði. Það fyrsta sem fólk þarf að gera er að gera viðamikla tiltekt. Passa upp á að eldhúsið og baðherbergið sé hreint. Því meira autt borðpláss sem fólk sér inni í eldhúsi því betra. Þá á ekki að geyma neitt ofan á efri skápunum, fataskápum eða undir sófa eða rúmi,“ segir Eva Bouzaki fasteignasali í London.

Fjarlægja allar fjölskyldumyndir

„Þá þarf að gæta þess að heimilið sé ekki fullt af persónulegum minjagripum. Það þarf til dæmis að fjarlægja allar fjölskyldumyndir. Við viljum að fólk geti ímyndað sér að það búi þarna og geti lifað þar hamingjusömu lífi. Það þarf að geta staðsett sig í rýminu og tileinkað sér lífsstílinn. Það gæti til dæmis hjálpað að hafa fallegan setustól og stóra plöntu við glugga með útsýni. Svo má verja peningum í að kaupa fallega handsápu á baðherbergjunum og hafa blóm í vasa inni í stofu.“

Herbergi sem snúa í norður mega ekki vera skjannahvít

„Það ber að forðast að hafa herbergi sem snúa í norður skjanna hvít á litin því þá virka þau steríl og kuldaleg. Betra er að hafa þau í mildum, hlutlausum tónum.“

„Minna er meira. Rannsóknir okkar hafa sýnt að umferðin er 20% meiri inn á eignir sem hafa vandað myndatökurnar. Fólk ver meiri tíma í að skoða þau rými sem ekki eru ofhlaðin,“ segir Joseph Bate fasteignasali.

Taka myndir á sumrin ef garður er fallegur

„Þú þarft að hafa árstímann í huga og hvernig húsið lítur best út. Reyndu að taka myndir að vori eða sumri ef þú átt fallegan garð. Ef stofan er hins vegar sérstaklega notaleg og rómantísk þá er kannski gott að taka myndir að hausti,“ segir India Alexander fasteignasali.

„Þá skiptir framhlið hússins miklu máli. Færðu bílinn úr innkeyrslunni fyrir myndatökuna. Einnig þarf að hreinsa til í garðinum og spúla pallinn. Stundum er gott að láta klippa trjágreinar til þess að fá meiri sól inn í garðinn og inn í húsið.“

„Fyrstu kynni skipta öllu máli. Passaðu að útidyrahurðin sé smekkleg og að handföngin séu ekki stíf eða losaraleg. Ef allt lítur vel út að utan þá fær fólk á tilfinninguna að þetta sé fasteign sem er í góðu viðhaldi og sú tilfinning heldur áfram þegar inn er komið.“

„Veldu fasteignasölu eftir gæðum myndanna og markaðssetningu. Þær ættu að sýna fram á að hafa selt sambærilegar eignir með góðum árangri. Þá er mikilvægt að huga vel að kaupverðinu. Það er ekki sniðugt að verðleggja sig of hátt. Því fleiri sem koma að skoða því meiri líkur á tilboðum.“

10 góð ráð:

  1. Taktu til og vertu tilbúinn til að setja hluti og húsgögn í geymslu eða í Góða hirðinn.
  2. Skapaðu góða rýmistilfinningu, því meira gólf- og borðpláss sem fólk sér því betra.
  3. Málaðu yfir bletti og för á veggjum.
  4. Ef það eru einhver herbergi sem hafa engan tilgang þá þarftu að útbúa þau þannig að þau virki. Útbúa til dæmis fallegt gestaherbergi með rúmi og öllu tilheyrandi.
  5. Þrífðu gluggana og taktu til í garðinum.
  6. Leggðu áherslu á það sem gerir fasteignina sérstaka.
  7. Ekki eyða of miklu í umbætur, reyndu að vinna með það sem þú átt.
  8. Það þarf að halda í heimilistilfinninguna, ekki hafa of sterílt.
  9. Ekki verðleggja fasteignina of hátt.
  10. Hafðu fallegar handsápur, blóm í vasa og ávexti í skál.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál