Arnar Dan og Sigríður Soffía keyptu 125 milljóna timburhús

Hjónin fyrir framan nýja heimili sitt!
Hjónin fyrir framan nýja heimili sitt! Skjáskot/Instagram

Listahjónin Arnar Dan Kristjánsson og Sigríður Soffía Hafliðadóttir hafa fest kaup á timburhúsi við Stýrimannastíg í Vesturbæ Reykjavíkur. 

Um er að ræða 200 fermetra einbýlishús sem var reist árið 1906, því ríflega aldar gamalt. Ráðast þarf í talsverðar endurbætur á timburhúsinu en fyrrverandi eigandi þess, Jóhanna Kristjánsdóttir, er 83 ára gömul og hafði búið í húsinu alla sína tíð.  

Arnar og Sigríður Soffía greiddu 125 milljónir fyrir húsið. Hjónin fengu það afhent nú á dögunum og eru þegar byrjuð að vinna að allsherjarbreytingu á húsinu.

Sigríður Soffía birti skemmtilega mynd á Instagram-síðu sinni þegar þau fengu húsið afhent. Hún birti einnig stutt myndskeið sem sýnir afrakstur síðustu daga. 

„Verkefnin er ca. 3638378“

„Formlegur afhendingardagur var í dag. Við Arnar festum kaup á 100 ára gömlu timburhúsi í Vesturbænum. Húsið líkist æskuheimili mínu á Vesturgötunni góðu. Brakandi gólf og góður andi. Jóhanna, sú sem við keyptum af, hefur búið þarna allt sitt líf og var glöð að sjá þrjá krakkaorma hlaupa um í stofunni áðan.  

Verkefnin er ca. 3638378 en sem betur fer er Arnar með orku á við Gullfoss og er þar af leiðandi búinn að rífa veggi, loft og gólf. Ég fæ nett kvíðakast við tilhugsunina um verkefnið sem bíður okkar, en þetta fer allt vel,“ skrifaði Sigríður Soffía við færsluna. 

Í janúar auglýstu hjónin íbúð sína á Ránargötu til sölu. mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál