Sannkallað fjölskylduhús við Furugerði 8 er komið á sölu. Húsið er í eigu Ásdísar Olsen núvitundarkennara, tengdasonar hennar, Matthíasar Tryggva Haraldssonar leikskálds og Bergþóru Sigurðardóttur. Ásett verð er 221 milljón.
Húsið eru tæpir 329 fermetrar og eru tvær stórar og bjartar íbúðir í húsinu. Húsið hentar því fullkomlega fyrir stórfjölskylduna. Að undanförnu hefur Ásdís búið í einni íbúð en dóttir hennar, tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, í annarri íbúð ásamt Matthías eiginmanni sínum og fjölskyldu sinni.
Brynhildur hefur meðal annars sungið um hvernig það er að vera orðin ráðsett og flutt í úthverfi með hljómsveit sinni Kvikindi. Fjölskylduhúsið við Furugerði hefur vafalaust veitt henni innblástur þó svo að deila megi um það hvort póstnúmer 108 teljist vera úthverfi eða ekki.