Baltasar Breki selur notalega íbúð á Melhaga

Baltasar Breki Samper hefur sett íbúð sína á sölu. Hér …
Baltasar Breki Samper hefur sett íbúð sína á sölu. Hér er hann með sambýliskonu sinni, Önnu Katrínu Einarsdóttur. Ljósmynd/Jörri

Leikarinn og tökumaðurinn Baltasar Breki Samper hefur sett fallega íbúð sína á besta stað í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Íbúðin sem er staðsett á Melhaga er 75 fermetrar og er ásett verð 59,9 milljónir.

Íbúðin er afskaplega notaleg en Baltasar Breki hefur komið sér vel fyrir í íbúðinni ásamt unnustu sinni, Önnu Katrínu Einarsdóttur sviðslistakonu, og dóttur þeirra.

Parið er greinilega óhrætt við liti og á hvert rými sinn lit. Í stofunni er rauðkalkmálning á veggjum, í svefnherberginu er veggirnir málaðir með grænni kalkmálningu. Gangurinn er síðan málaður með grárri kalkmálningu en kalkmálningin gefur heimilinu einstakan blæ. 

Af fasteignavef mbl.is: Melhagi 4

Stofan er rauð og falleg.
Stofan er rauð og falleg. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Takið eftir bekkjunum í eldhúsinu.
Takið eftir bekkjunum í eldhúsinu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Græni liturinn hefur róandi áhrif í svefnherberginu.
Græni liturinn hefur róandi áhrif í svefnherberginu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál