Heilsulindarstemning í Garðabænum

Ragnar Sigurðsson hefur tekið að sér ýmis skemmtileg verkefni í …
Ragnar Sigurðsson hefur tekið að sér ýmis skemmtileg verkefni í innnahússhönnun í gegnum árin. Samsett mynd

Innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson hannaði nýverið sjarmerandi baðherbergi í húsi í Garðabænum sem byggt var árið 2001. Í hönnuninni sótti Ragnar innblástur í náttúruna bæði í efnis- og litavali, en hann segir sipulag, efnisval og lýsingu haldast í hendur og vera undirstöðuna að góðu og vel hönnuðu baðherbergi. 

Ragnar er sjálfur búsettur í miðbænum, en þegar hann er ekki að töfra fram fallega hönnuð rými nýtur hann þess að ferðast og eiga góðar stundir með fólkinu sínu. „Ætli vinir mínir myndu ekki segja að ég væri frekar mikið fiðrildi og alltaf til í ný ævintýri,“ segir hann.

Ragnar er menntaður innanhússarkitekt frá Istituto Europeo di Design (IED) í Barcelona á Spáni og er í eigin rekstri. Samhliða því er hann félagi og í stjórn Félags húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI) og hefur einnig unnið að þáttagerð með fræðsluefni um hönnun og innanhússarkitektúr með Skot Productions og Stöð 2.

Falleg lýsing, efniviður úr náttúrunni og speglar skapa afar notalega …
Falleg lýsing, efniviður úr náttúrunni og speglar skapa afar notalega stemningu á baðherberginu í Garðabæ. Ljósmynd/Kári Sverriss

„Okkur mannfólkinu líður best í sem náttúrulegasta umhverfi“

Við hönnun á baðherberginu í Garðabæ segist Ragnar hafa lagt áherslu á nokkra meginþætti. „Upphaflega var mikið lagt í hönnun á húsinu sjálfu en árin líða og tíðarandinn breytist með og því var kominn tími á uppfærslu. Með tilliti til hönnunar hússins náðum við að gera baðherbergið nútímalegt en á sama tíma slær það í takt við heildarhönnunina sem er í gangi í öðrum rýmum í húsinu – það er mikilvægt að leggja áherslu á það þegar unnið er með byggingar í ákveðnum stíl,“ útskýrir hann.

„Á þessu baðherbergi var lögð áhersla á náttúrulegt efnis- og litaval. Okkur mannfólkinu líður best í sem náttúrulegasta umhverfi. Í rýminu fá hörð efni að mæta mýkri efnum og svo er þetta toppað með speglum og réttri lýsingu. Blöndunartækin eru svo með „gunmetal“-áferð,“ bætir hann við.

Stílhrein og falleg blöndunartæki með „gunmetal“-áferð gleðja augað.
Stílhrein og falleg blöndunartæki með „gunmetal“-áferð gleðja augað. Ljósmynd/Kári Sverriss

Aðspurður segir Ragnar það fara eftir hverju verkefni fyrir sig hvernig stemningu hann leitast við að skapa á baðherberginu. „Í þessu verkefni vorum við að leitast eftir „spa“-stemningu. Þá er mikilvægt að efniviður sé sem náttúrulegastur, en þar spila flísarnar stórt hlutverk. Steinninn á vaskaborðinu, sem er Taj Mahal, spilar einnig lykilhlutverk,“ segir hann.

„Það er óhætt að segja að veggfóðrið fyrir aftan baðkarið rammi svo heildarmyndina vel inn og skapi þar fallega mýkt. Takið líka eftir að baðkarið er reyklitað og gegnsætt! Aðalatriðin í þessari hönnun eru mjúkir litir og efnisval ásamt hlýrri birtu,“ bætir hann við.

Baðkarið er einstakt og skapar skemmtilegan karakter í rýminu.
Baðkarið er einstakt og skapar skemmtilegan karakter í rýminu. Ljósmynd/Kári Sverriss

„Skipulagið er lykilatriði“

Þegar Ragnar hannar baðherbergi segist hann alltaf byrja á því að líta fyrst og fremst til nýtingar á rýminu sem og þarfa eigenda hússins. „Ef vel er vandað til verka er hægt að gera lítil baðherbergi mjög skemmtileg. Þegar ég starfa fyrir fólk fer það auðvitað fyrst og fremst eftir því hvað það er sem eigandinn er að leitast eftir,“ segir hann.

„Á meðan sumir vilja nokkuð látlausan stíl eru aðrir sem vilja ganga lengra og jafnvel láta það rými standa aðeins fyrir utan stíl heimilisins. Það eru því margir þættir sem koma að því vali, en efnisval og lýsing hefur þar mikið vægi,“ bætir hann við.

Fallegur efniviður og áferð gefa rýminu mikinn glæsibrag.
Fallegur efniviður og áferð gefa rýminu mikinn glæsibrag. Ljósmynd/Kári Sverriss

Hvað er mikilvægast á baðherberginu að þínu mati?

„Skipulagið er lykilatriði til að ná sem bestri nýtingu á rýminu, sem og góðir speglar og lýsing. Speglar búa til svo fallegar víddir og með þeim er hægt að láta lítil rými líta út fyrir að vera stærri en þau eru. Það er ekki leiðinlegt að rýmið líti út fyrir að vera tvöfalt þegar allt er komið heim og saman, svo er líka gaman að vinna með litaða spegla. Svo er gott að toppa þetta með réttu efnisvali.“

Þar sem baðherbergi eiga það til að vera dimm og illa upplýst segir Ragnar að góð lýsing geri gæfumuninn. „Það er mikilvægt að baðherbergi séu rétt upplýst – ekki flóðlýst – þar er stór munur á. Það er gott að hafa lýsingu framan á speglum svo hún lýsi beint á andlitið þegar staðið er fyrir framan spegilinn, svo ég tali nú ekki um þegar fólk er að mála sig og ekkert má fara úrskeiðis í þeim málum,“ segir hann.

Í rýminu er mikið lagt upp úr fallegri lýsingu.
Í rýminu er mikið lagt upp úr fallegri lýsingu. Ljósmynd/Kári Sverriss

Hvaða trend eru vinsæl á baðherbergjum um þessar mundir?

„Það er mikið í gangi í hönnun þessa dagana og ég fagna því að hjarðhegðunin sé á undanhaldi hér á Íslandi. Fólk þorir meira að fara eftir eigin stíl og oft er útkoman frábær þegar fólk hefur komist að niðurstöðu með sínum innanhússarkitekt, þar sem allir fá að koma með sínar hugmyndir og pælingar að borðinu.“

Eru einhver algeng mistök sem þú hefur tekið eftir á baðherbergjum?

„Illa skipulögð rými og farið af stað í framkvæmdir án þess að vera með lokaútkomuna á blaði. Lýsingunni er oft ábótavant, eins og fram hefur komið. Mér finnst mikið atriði að klósettið sjálft sé sem minnst áberandi. Það á t.d. ekki að staðsetja klósett beint fyrir innan hurð svo það blasi beint við þegar dyrnar eru opnaðar. Þú vilt frekar opna og horfa framan á fallega innréttingu, baðkar eða sturtu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál