Þetta má ekki ef þú ætlar að komast á séns

Svefnherbergi eiga að vera einföld og hreinleg. Alltaf.
Svefnherbergi eiga að vera einföld og hreinleg. Alltaf. Ljósmynd/Airbnb.com

Verði einstaklingur var við þessa hluti í svefnherbergi tilvonandi ástarviðfangs þá er best að forða sér.

1. Óhrein og blettótt rúmföt

Rúmföt skulu alltaf vera hrein. Almennt þykir passlegt að skipta á rúmum einu sinni í viku og um leið og blettur kemst í rúmfötin. Það er til marks um hirðuleysi eða bjargarleysi að skipta ekki á rúminu reglulega.

2. Mikil óreiða

Líkt og með rúmfötin þá er mikilvægt að svefnherbergið sé alltaf hreint og snyrtilegt. Gott er að hafa það sem stílhreinast. Fátt um skæra liti og ekkert drasl. Sé allt í óreiðu þá gefur það til kynna að maður sé óskipulagður og hirðulaus. Þá er ekki gott að hafa mikið af böngsum. Fullorðið fólk þarf ekki kúrudýr. Það gæti fælt frá.

3. Dýna á gólfinu

Dýna á gólfinu er eins og maður sé nýfluttur inn eða hafi ekki nennt að setja saman rúmið. Þá eru meiri líkur á að óhreinindi berist í rúmið. Síðan er það aðeins óþægilegra að þurfa alltaf að bókstaflega að skríða framúr á morgnana.

4. Spegill í loftinu

Af augljósum ástæðum. Úff.

5. Matvæli við rúmið

Matur á ekki heima inni í svefnherbergi. Matarlykt er vond en svefnherbergi á að lykta eins og blómvöndur.

Það er margt sem hafa þarf í huga þegar á …
Það er margt sem hafa þarf í huga þegar á að bjóða einhverjum inn í svefnherbergi. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál