Guðmundur og Hafdís Helga selja íbúð í leynigötu

Bjarnarstígur 7
Bjarnarstígur 7 Samsett mynd

Hafdís Helga Helgadóttir, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins á Rás 2, og eiginmaður hennar, Guðmundur Rúnar Ingvarsson starfsmaður á fyrirtækjasviði Toyota, hafa sett notalega hæð sína í 101 Reykjavík á sölu. 

Um er að ræða hæð ásamt bílskúr sem er að hluta til innréttaður sem stúdíóíbúð. Eignin er 102 fermetrar og er ásett verð 94,6 fermetrar. Í aðalíbúðinni allt sem skiptir máli í einu opnu rými. Það er að segja eldhús, borðstofa, stofa og sjónvarpsrými. Tvöföld rómantísk hurð út á svalir setur svip sinn á rýmið.

Hæðin er staðsett á Bjarnarstíg. Bjarnarstígur er eins og leynigata en hún liggur á milli Skólavörðustígs og Njálsgötu en þrátt fyrir það er lítil sem engin umferð um götuna. 

Af fasteignavef mbl.is: Bjarnarstígur 7

Opið eldhús er aðalmálið.
Opið eldhús er aðalmálið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Fallegar svalir í suður.
Fallegar svalir í suður. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Stofan er rómantísk.
Stofan er rómantísk. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Liturinn á ganginum passar vel við málverkið.
Liturinn á ganginum passar vel við málverkið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál