25 milljóna krúttbústaður í Kjós

Ásett verð er 25.000.000 krónur.
Ásett verð er 25.000.000 krónur. Samsett mynd

Í Eilífsdal í landi Meðalfells í Kjósarhreppi er að finna afar sjarmerandi sumarbústað sem var reistur árið 1978. Bústaðurinn stendur á gróinni 5.040 fm leigulóð, en auk mikillar trjáræktar rennur lækur innan lóðarmarka og þaðan er fallegt útsýni. 

Sumarbústaðurinn telur rúma 35 fm, en á lóðinni er einnig að finna rúmlega 4 fm geymslu sem var byggð árið 2009.

Aðkoman að húsinu er afar snyrtileg.
Aðkoman að húsinu er afar snyrtileg. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Bústaðurinn er málaður svartur að utan.
Bústaðurinn er málaður svartur að utan. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Hin eftirsótta sumarbústaðastemning

Aðkoma að húsinu er afar snyrtileg, en við húsið er sólpallur á þrjá vegu og fyrir framan húsið hefur grill- og setuaðstöðu verið komið fyrir.

Að innan er sumarbústaðurinn afar notalegur með stórum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn. Viður á gólfum, veggjum og í lofti auk sjarmerandi kamínu í stofu skapa hina eftirsóttu sumarbústaðastemningu.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hlíð 33

Falleg kamína prýðir stofuna.
Falleg kamína prýðir stofuna. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Í eldhúsinu er stílhrein innrétting og góðir gluggar.
Í eldhúsinu er stílhrein innrétting og góðir gluggar. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Í stofunni er afar notaleg stemning.
Í stofunni er afar notaleg stemning. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál