c

Pistlar:

10. maí 2011 kl. 21:27

Ágústa Johnson (ajoh.blog.is)

20 leiðir til að spara 100 hitaeiningar.

Það er með ýmsum hætti hægt að spara við sig daglegar hitaeiningar með lítilsháttar breytingum sem þú finnur lítið fyrir. Ef þú fækkar hitaeiningum sem þú neytir um 500 á dag getur þú losað þig við 2kg á 30 dögum eða 12 kg á 6 mánuðum. Ef þú vilt losna við óvelkomin aukakíló, kíktu á þennan lista og sjáðu hvort þú getur ekki gert smávægilega breytingar sem þú finnur lítið fyrir nema því að þú verður fljótlega léttari á þér.

1. Deildu ½ líters gosflösku með öðrum. Sparaðu u.þ.b. 100 he
2. Veldu glas af sykurlausum gosdrykk í stað sykraðs gosdrykks. Sparaðu u.þ.b. 100 he.
3. Drekktu glas (3dl) af Undanrennu í stað Nýmjólkur. Sparaðu 100 he
4. Þegar þú teygir þig í bjórflösku fáðu þér heldur tvo léttbjóra í stað tveggja venjulegra bjóra. Sparaðu u.þ.b. 100 he
5. Borðaðu eina appelsínu í staðinn fyrir glas (3dl) af appelsínusafa. Sparaðu u.þ.b. 100 he
6. Settu 2dl af kókómjólk í blandarann með ísmolum, í stað 2dl af súkkulaðishake. Sparaðu u.þ.b. 150he.
7. Minnkaðu skammtinn, borðaðu 1 ½ dl af hafragraut í stað 3ja dl. Sparaðu u.þ.b. 100 he
8. Dýfðu sellerístönglum í salsa sósu í stað tortilla flögum. Sparaðu u.þ.b. 130 he (miðað við 2 dl. )
9. Veldu næst saltkringlur í staðinn fyrir kartöfluflögur. Sparaðu u.þ.b. 100 he ( m.v. 50g)
10. Skerðu niður sætar kartöflur í strimla og bakaðu í ofni í staðinn fyrir venjulegar franskar. Sparaðu u.þ.b. 90 he (m.v. 60g)
11. Skiptu rúsínum út fyrir vínber og sparaðu 100 he. (m.v. 40g)
12. Veldu bakaða kartöflu í staðinn fyrir franskar. Sparaðu 100 he. (m.v.250g)
13. Minnkaðu 200g steikina þína niður um helming og sparaðu 100 he.
14. Skiptu út pepperoni pizzunni fyrir grænmetispizzu. Sparaðu u.þ.b. 100 he. (m.v. 3 sneiðar)
15. Slepptu steiktum kjúklingabitum og borðaðu bakaðar kjúklingabringur í staðinn. (m.v. 200g) Sparaðu 100 he.
16. Veldu sneið af pizzu með þunnum botni í stað þykkbotna og sparaðu u.þ.b. 100he
17. Veldu tæra grænmetissúpu í stað súpu með rjóma. Sparaðu 120 he (m.v. 2dl.)
18. Slepptu öðru brauðinu á samlokunni og sparaðu u.þ.b. 100 he
19. Settu salat á gaffalinn og dýfðu í salatsósuna (2 tsk) í stað þess að hella salatsósu yfir salatið (2 msk) Sparaðu u.þ.b. 100 he
20. Slepptu ostasósunni á pastað og notaðu sósu úr tómötum og grænmeti. Þú getur notað ½ dl. meira og samt sparað um 100 he.

sweet-potato-fries

 veggietray