c

Pistlar:

14. september 2016 kl. 22:07

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir (johannaluvisa.blog.is)

Nýr lífstíll - hér kem ég

Ég fékk símtal um daginn frá henni Mörtu Maríu þar sem hún bauð mér að taka þátt í lífstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins með henni Lilju einkaþjálfara. Vá hvað ég varð hissa, spennt og hrædd en á sama tíma alveg afskaplega þakklát. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður ákveður að stökkva svona út í djúpu laugina. Ég er samt svakalega spennt að takast á við þessa áskorun og verða samferða þremur öðrum ofurkonum í þessari breytingu.

Í dag var svo fyrsti tíminn í púlinu hjá henni Lilju, úff ég hélt ég myndi deyja, formið greinilega ekki upp á sitt besta. En mikið rosalega hlakkar mig samt til að mæta aftur á morgun og hitta nýju bestu vinkonur mínar og taka ofur æfingu með Lilju snillingi.

Aníta Sig endaði svo kvöldið með frábærum fyrirlestri varðandi hausinn á okkur, hugsanir og hegðun. Hún var alveg frábær og allt svo ótrúlega satt og rétt sem hún var að segja. Svo nú er bara að girða sig í brók og hefja þetta frábæra ferðalag....þangað til næst.

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Hress ofurkona með þau markmið að gera lífið ennþá betra með lífstílsbreytingu. 

Meira