c

Pistlar:

4. nóvember 2016 kl. 17:58

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir (johannaluvisa.blog.is)

Bazaar Oddsson

Á þriðjudaginn síðastliðinn vorum við skvísurnar svo heppnar að vera boðnar út að borða á Bazaar Oddsson. Þar áttum við skemmtilegt kvöld með gömlu lífstílsgellunum, Mörtu og Lilju. Gestgjafarnir á Bazaar Oddsson dekruðu við okkur með hinum ýmsu réttum, sem allir voru frábærir. Það var mikið hlegið og við nýju skvísurnar fengum góð ráð og pepp frá þeim gömlu.

Tíminn hefur hins vegar flogið áfram og aðeins fjórar vikur eftir af þessu verkefni en þá tekur við nýtt verkefni en það er að halda áfram. Þetta hefur gengið ágætlega og tek ég þetta bara svolítið á mínum hraða og með mínum markmiðum, engar öfgar er eitthvað sem hentar fyrir mig. 

Um helgina er ég að spá í að prufa hotjoga og síðan ætla ég að slaka á með fjölskyldunni, ef það er hægt að kalla það slökun.

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Hress ofurkona með þau markmið að gera lífið ennþá betra með lífstílsbreytingu. 

Meira