c

Pistlar:

4. nóvember 2016 kl. 11:04

K Svava (ksvava.blog.is)

Að viðhalda árangrinum...

Það koma tímar eins og flest allir þekkja, þar sem það er yfirþyrmandi mikið að gera.  Síðustu tvær vikur hafa verið svoleiðis hjá mér.  Mikil vinna og gífurlega krefjandi verkefni í skólanum.  Þá þarf að skipuleggja sig mjög vel og þó að ég sé mjög skipulögð, þá stundum situr eitthvað á hakanum.  Því miður hefur það verið ræktin í þetta skiptið.  Ég vann 72 tíma í síðustu viku ásamt því að skila inn verkefnum og læra fyrir önnur verkefni, hitta hópinn minn og stunda námið.  Ég gæti vissulega vaknað töluvert fyrr á morgnana en þetta er bara slíkur tími að mér veitir ekkert af svefn, því að hann er líka mikilvægur í þessu samhengi.  Ég vil helst ekki fara í ræktina seint á kvöldin, því að þá myndast orka sem að kemur í veg fyrir svefn. 

Það sem að ég reyni að gera til að passa að falla ekki og missa niður árangrinum sem að ég hef náð, það er að passa matarræðið enn betur.  Borða minni skammta, reyna að vera dugleg að borða yfir daginn og drekka mikið vatn en fyrir mig skiptir líkamsræktin svo miklu máli, því að ég sé ekki árangur nema að hreyfingin sé með og það getur verið vandamál þegar það eru ekki nægilega margir klukkutímar í sólahringnum.  Ég geri því skynsamlega hluti sem gera kannski ekki mikið en gera þó eitthvað.  Ég nota alltaf stiga þegar að ég get, ég legg bílnum langt frá til að fá smá göngutúr.  Ég bý á fjórðu hæð og hef stundum þunga poka með mér upp, ég reyni að labba eins og ég get og já, reyni að nýta það sem að ég get í minni nálægð.

Þetta er langhlaup og því koma svona tímar, þeir gera það hjá okkur öllum.  Í staðinn fyrir að gefa skít í það og leyfa sér og taka betur á því þegar að tími gefst, er rangt hugarfar.  Ég verð að gera mér grein fyrir því að þegar svona tímar koma, þá verður maður að taka málin betur í gegn.  Þetta er eins og með fjármálin, ef að þú átt minni pening einhvern mánuðinn, þá heldurðu að þér en ferð ekki í verslunarleiðangur í Smáralind.  Same thing!  Það er frekar að leyfa sér eitthvað ef að ræktin er í hámarki, það er allavega mín hugsun.

Ég hef haldið mínum árangri og ætla mér að gera það og mitt markmið er að ná lengra og því hefur ekki verið náð ennþá.  Þess vegna geri ég mitt besta, eins vel og ég get og passa mig að vera meðvituð um það þegar að aðstæður breytast, að taka á því jafnt og þétt og þá ætti þetta að ganga upp hjá mér.

K Svava

K Svava

Létt geggjuð háskólamær í fullri vinnu sem ætlar að taka nýjan lífstíl í nefið! Meira