Þórunn Antonía gerði allt vitlaust í vísindaferð

Þórunn Antonía tróð upp í fimmhundruð manna vísindaferð.
Þórunn Antonía tróð upp í fimmhundruð manna vísindaferð.

Tónlistarmaðurinn Þórunn Antonía tróð upp í stærstu vísindaferð frá upphafi í Grósku síðastliðið föstudagskvöld. Vísindaferðin var á vegum Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands. 

Yfir 500 háskólanemar lögðu leið sína í Grósku til að kynna sér Gulleggið, stærstu frumkvöðla keppni landsins. 

Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands héldu stærstu vísindaferð frá upphafi í Grósku síðasta föstudag og mættu þar yfir 500 háskólanemar til að kynna sér Gulleggið – stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

Gulleggið á sér langa sögu og verður haldið í 15. skipti í byrjun næsta árs. Gulleggið er keppni á hugmyndastigi, það er eina sem þarf til að taka þátt er hugmynd og í raun þarf ekki einu sinni hugmynd því hægt er að skrá sig til þáttöku án hugmyndar og fá þeir einstaklingar að finna sér teymi inni í keppninni.

Stuðningsaðilar Gulleggsins eru fjölmargir og voru Marel, Huawei, KPMG og fleiri fyrirtæki á svæðinu með bása að spjalla við fólk og CCP bauð gestum í heimsókn upp í höfuðstöðvar sínar sem eru einmitt á 3. hæð í Grósku. Nýsköpunarnefndin stóð svo fyrir happdrætti og dreifði út fjölda vinninga.

Ölgerðin er stuðningsaðili Gulleggsins og var Malla sem er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Ölgerðinni með áhugavert erindi og sá Ölgerðin svo um að halda börunum opnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál