Birgitta og Benedikt létu sig ekki vanta

Edward, Birgitta Haukdal, Benedikt Einarsson og Mell.
Edward, Birgitta Haukdal, Benedikt Einarsson og Mell. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Margt var um manninn þegar sýning Guðrúnar Helgu Kristjánsdóttur, Í góðum selskap, var opnuð í Ásmundarsal 22. nóvember. Í sýningunni er kafað ofan í þúsund ára gamlar hefðir og lifnaðarhætti Grænlendinga og Íslendinga sem eiga það sameiginlegt að hafa háð lífsbaráttu sína á Norðurslóðum.

Verkin eru unnin úr íslensku lambaskinni og selskinni frá Grænlandi í samstarfi við handverksfólk í Qaqortoq. Við meðhöndlun og vinnslu efnisins leitast Guðrún Helga við að sameina fortíð og nútíð með því að endurvekja ævafornt handbragð og fullnýta auðlindir með nútíma hönnun, og skapa vandaðar flíkur sem eru í senn tímalausar og einstakar.

Guðrún nálgast hönnunina sem listaverk og með sýningunni dregur hún línu á milli sjálfbærni og hönnunar. Á sýningunni verða til sýnis átta jakkar og hver þeirra er einstakur. „Á Grænlandi er lífsgjöf að veiða sel. Selurinn er veiddur til matar og selskinnið er afgangsafurð. Virðing Grænlendinga fyrir selnum birtist með þeim hætti að allar afurðir selsins eru nýttar til þess að geta gefið fjölskyldunni gott líf. Lífsbarátta Grænlendinga er undraverð,“ segir Guðrún um sýninguna. 

Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir.
Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ragnhildur Ágústsdóttir og Guðrún Helga Kristjánsdóttir.
Ragnhildur Ágústsdóttir og Guðrún Helga Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Pattra Sriyanonge og Rósa María Árnadóttir.
Pattra Sriyanonge og Rósa María Árnadóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Guðrún Jóhannsdóttir, Kristín og Heiða Magnúsdóttir.
Guðrún Jóhannsdóttir, Kristín og Heiða Magnúsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Elísabet Gunnarsdóttir og Rakel Jónsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir og Rakel Jónsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Heiða Magnúsdóttir og Guðrún Helga Kristjánsdóttir.
Heiða Magnúsdóttir og Guðrún Helga Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Sigrún, Egill og Ingibjörg.
Sigrún, Egill og Ingibjörg. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Haraldur Friðjónsson, Ragnhildur Ágústsdóttir og Olga Lilja Ólafsdóttir.
Haraldur Friðjónsson, Ragnhildur Ágústsdóttir og Olga Lilja Ólafsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Munda og Sigrún.
Munda og Sigrún. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Erla, Inga Rósa, Sigrún, Guðveig Lisa, Skarphéðinn og Ísey.
Erla, Inga Rósa, Sigrún, Guðveig Lisa, Skarphéðinn og Ísey. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn Jónsson.
Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn Jónsson. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Kristinn og Halldóra Sif.
Kristinn og Halldóra Sif. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Íris Laxdal og Karitas Sveinsdóttir.
Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Íris Laxdal og Karitas Sveinsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Björn og Hafsteinn Júlíusson.
Björn og Hafsteinn Júlíusson. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Helena Kristín Brynjólfsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir og Halla Vilhjálmsdóttir.
Helena Kristín Brynjólfsdóttir, Ragnhildur Gísladóttir og Halla Vilhjálmsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Heba og Álfrún Pálsdóttir.
Heba og Álfrún Pálsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál