Lady Lava fór á kostum á Klúðurkvöldi

Gleði ríkti í verslun Nova á dögunum.
Gleði ríkti í verslun Nova á dögunum. Samsett mynd

Fullt var út úr dyrum í verslun Nova á Klúðurkvöldi Startup SuperNova en viðburðurinn var hluti af nýafstaðinni Nýsköpunarviku. Þekktir reynsluboltar úr nýsköpunarumhverfinu deildu fyndnum sögum af mistökum og klúðri við uppbyggingu sprotafyrirtækja sinna.

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups, og Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova, opnuðu viðburðinn við dynjandi lófaklapp. Tilefnið var að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Superclass Startup SuperNova á vefsíðu viðskiptahraðalsins. Þetta er í þriðja sinn sem Klúðurkvöld er haldið í tengslum við Startup SuperNova hraðalinn en slíkir viðburðir eru vel þekktir erlendis.

Klúðursögur kitluðu hláturtaugarnar

Klúðursögur reynsluboltanna kitluðu hláturtaugarnar í þéttsetnum salnum en Finnur Pind, stofnandi og framkvæmdastjóri Treble Technologies, gaf tóninn þegar hann steig fyrstu á svið og sagði skemmtilegar sögur af uppbyggingu fyrirtækis síns.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, var næst á svið og fór á kostum þegar hún sagði frá gömlu klúðri og einu glænýju. Georg Lúðvíksson, meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri Meniga, tók við hljómnemanum og fékk alla viðstadda til að leggja við hlustir, en stórsniðug frásögn hans vakti mikla athygli.

Að lokum var það Ragnhildur Ágústsdóttir, jafnan kölluð Lady Lava, sem sló á létta strengi þegar hún sagði frá rússíbanareiðinni við uppbyggingu fyrirtækisins Lava Show, en saga þess hófst árið 2016 í stærstu frumkvöðlakeppni Íslands, Gullegginu.

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Finnur Pind stofnandi og framkvæmdastjóri Treble.
Finnur Pind stofnandi og framkvæmdastjóri Treble. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Georg Lúðvíksson, meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri Meniga.
Georg Lúðvíksson, meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri Meniga. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Líf og fjör var á Klúðurkvöldi Startup SuperNova.
Líf og fjör var á Klúðurkvöldi Startup SuperNova. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Viðstaddir voru mjög áhugasamir.
Viðstaddir voru mjög áhugasamir. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Kærleikur var í loftinu.
Kærleikur var í loftinu. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Góð stemning ríkti í verslun Nova.
Góð stemning ríkti í verslun Nova. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Gestum var boðið upp á hressandi drykki.
Gestum var boðið upp á hressandi drykki. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Klúðursögurnar slógu í gegn.
Klúðursögurnar slógu í gegn. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Magnús Daði Eyjólfsson, Sunna Magný Guðmundsdóttir, Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal, …
Magnús Daði Eyjólfsson, Sunna Magný Guðmundsdóttir, Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal, Jenna Björk Guðmundsdóttir og Anna Schalk Sóleyjardóttir. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Frásögn Ragnhildar Ágústsdóttur vakti mikla lukku.
Frásögn Ragnhildar Ágústsdóttur vakti mikla lukku. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson markaðsstjóri Nova.
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson markaðsstjóri Nova. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson markaðsstjóri Nova ásamt Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur framkvæmdastjóri …
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson markaðsstjóri Nova ásamt Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups. Ljósmynd/Þóra Ólafs
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi Kara Connect.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi Kara Connect. Ljósmynd/Þóra Ólafsdóttir
Jenna Björk Guðmundsdóttir verkefnstjóri hjá KLAK - Icelandic Startups ásamt …
Jenna Björk Guðmundsdóttir verkefnstjóri hjá KLAK - Icelandic Startups ásamt góðvinkonu sinni. Ljósmynd/Þóra Ólafs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál