Að sleppa og treysta

Goldie Hawn er ein af okkar ástsælustu grínmyndaleikkonum.
Goldie Hawn er ein af okkar ástsælustu grínmyndaleikkonum.

Oprah Winfrey stofnaði Master Class til að hafa jákvæð áhrif á heiminn, með frásögum og viðtölum við áhugavert fólk sem hún telur til eftirbreytni.

Goldie Hawn, sem þykir ein frægasta grínmyndaleikkona allra tíma, vakti eftirtekt í Master Class þar sem hún ræðir áskorunina við að sleppa tökunum á unga fólkinu okkar svo þau geti vaxið og dafnað og orðið þeir einstaklingar sem þeim er ætlað að verða á fullorðinsárum.

Goldie Hawn útskýrir ferlið með ævintýrinu um hvernig árstíðirnar urðu til með Persephone, Demeter og Hades. En ein af grunnforsendum þess að geta verið hamingjusamur og glaður að margra mati er að geta sleppt tökunum og treysta í lífinu.

Goldie Hawn segir: „Við þurfum að treysta unga fólkinu okkar, svo þau geti fundið sitt eigið sjálf. Við fylgjumst með þeim, en ríkjum ekki yfir þeim,“ segir þessi flotta leikkona sem hefur notið velgengni í gegnum árin og er þekkt fyrir að hafa haldið í ástina, kærleikann og ferilinn þannig að eftir er tekið. Við hvetjum ykkur til að skoða þetta myndband.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál