Ástæður fyrir að konur ættu að stunda sjálfsfróun oftar

Það getur dregið úr stressi að stunda sjálfsfróun.
Það getur dregið úr stressi að stunda sjálfsfróun. Pexels

Það ríkir enn þá nokkur skömm í kringum sjálfsfróun kvenna. Kynfræðingar segja að sjálfsfróun sé bæði eðlileg og holl fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. „Manneskja getur grætt mikið á því að stunda sjálfsfróun tvisvar til þrisvar í viku. Með því að stunda sjálfsfróun nýturðu allra þeirra heilsufarslegu og andlegu ávinninga sem fylgja fullnægingu,“ segir sálfræðingurinn Paul Hokemeyer. Hér eru sjö ástæður fyrir því að konur ættu að stunda sjálfsfróun oftar. 

Þú munt tengjast líkamanum þínum betur

Einn stóri kosturinn við sjálfsfróun er að þú skilur líkamann þinn betur og kannt meira að meta hann á valdeflandi hátt. „Einn af stærstu kostunum við sjálfsfróun er að þú lærir að tengja við hann á ánægjulegan hátt. Þetta er mjög mikilvægt fyrir konur sem hafa alist upp í þeirri trú að líkami þeirra sé til þess gerður að þóknast öðrum,“ segir Hokemeyer.

Þú lærir betur hvað þér finnst gott í kynlífi

Til þess að vita hvað þér finnst gott þarftu að prófa það og skoða hvað kveikir í þér og hvað ekki. Það er ómögulegt að vita hvað þér finnst gott ef þú hefur ekki kannað það. Það mun gera kynlíf með öðrum enn ánægjulegra að vita hvað þér finnst gott.

Sjálfsfróun getur dregið úr stressi

Það finna allir fyrir stressi á einhverjum tímapunkti. Sjálfsfróun getur verið auðveld leið til þess að losa um stress segir kvensjúkdómalæknirinn Alyssa Dweck.

Sjálfsfróun getur dregið úr verkjum

Sjálfsfróun er frábær leið til verkjastillingar. „Á meðan kynlífi stendur losar heiladingullinn frá sér endorfín, oxýtósín og þvagtemprandi hormón sem draga úr verkjum,“ segir Hokemeyer. Hann segir að sjálfsfróun geti meðal annars dregið úr tíðaverkjum. 

Þú gætir sofnað beint eftir á

Allir þeir hormónar sem flæða um líkamann á meðan sjálfsfróun stendur og þegar fullnægingu er náð slaka á líkamanum og gefa okkur sælutilfinningu. Það hefur því róandi áhrif á okkur og getur hjálpað okkur að sofna eftir erfiðan dag. 

Eykur blóðflæðið

Þegar stressið er minna þá er hjarta- og æðaheilsa okkar betri. „Blóðflæðið til kynfæranna eykst þegar þú færð fullnægingu því svæðið fyllist af blóði og rennur svo aftur í burtu. Það hjálpar til við að halda vefjunum heilbrigðum,“ segir Dweck. 

Eykur kynhvötina

Það er gömul mýta að ef þú stundar sjálfsfróun oft þá minnkar kynhvötin. Læknar segja að það virki einmitt öfugt og að sjálfsfróun geti leitt til meiri kynhvatar. Allt er þó gott í hófi og ef sjálfsfróun þín er farin að hafa slæm áhrif á önnur sambönd í þínu lífi ættirðu kannski að fækka skiptunum.

Sjálfsfróun getur hjálpað með margt.
Sjálfsfróun getur hjálpað með margt. Thinkstock / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál