Karlinn vill klám frekar en kynlíf

Klámið kemur niður á sambandi hjónanna.
Klámið kemur niður á sambandi hjónanna. Mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég sakna þess að vera snert af eiginmanni mínum en hann kýs klám fram yfir mig. Ég er 30 og hann er 33 ára. Við höfum verið gift í fjögur ár. Eiginmaður minn vinnur vaktavinnu og horfir oft á klám þegar ég er í vinnunni frá níu til fimm. Ég er tvíkynhneigð og hef verið í samböndum við fólk af báðum kynjum. Ég er með mikla kynhvöt. Við höfum aldrei stundað kynlíf oft. Hann segist bara ekki vera mikið fyrir kynlíf og neitar að ræða það frekar. Hvað heldur þú? Rétt eins og ég er hrifin af konum, gæti hann verið fyrir menn en vill ekki segja frá?“ Skrifar eiginkona sem stundar ekki oft kynlíf með manni sínum og leitar ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ráðgjafinn bendir á að klámfíkn eiginmanns hennar sé ástæða þess að hann vilji ekki stunda kynlíf. Segir ráðgjafinn að klámáhorf minnki áhuga á kynferðislegu sambandi í raunveruleikanum.  

„Segðu honum að þú hafir áhyggjur af sambandi ykkar sem mun ekki endast eins og staðan er núna. Biddu hann um að venja sig af klámi svo þið getið uppgötvað hvort annað kynferðislega aftur.“

Það er lítið að frétta úr svefnherbergi hjónanna.
Það er lítið að frétta úr svefnherbergi hjónanna. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál