Limir eru að lengjast

Eru limurinn að stækka?
Eru limurinn að stækka?

Stærðin skiptir ekki máli segja sumir. Fólk er þó oft við hugann við stærð lima og nú segja vísindamenn við Standford Medical School að typpi hafi lengst á síðustu þremur áratugum. Í ljós kom að typpi í fullri reisn hefur lengst um 24 prósent á 29 ára tímabili.

Við rannsóknina voru niðurstöður úr 75 öðrum rannsóknum notaðar og komu þar yfir 55 þúsund einstaklingar við sögu. 

„Það sem kom í ljós var töluvert ólíkt annarri þróun þegar kemur að frjósemi karlmanna og heilsu. Limur í reisn er að lengjast, frá því að vera að meðaltali 12,2 sentímetrar yfir í að vera 15,2 sentímetrar,“ sagði prófessor í þvagfæralækningum við Stanford-háskóla að því fram kemur á vef Cosmopolitan

Prófessorinn vildi meina að þessar niðurstöður þyrftu að skoða betur, staðfesta og finna ástæður fyrir þeim. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál