Svona kemst þú yfir fyrrverandi

Sálfræðingurinn Elva Björk Ágústsdóttir birti á dögunum myndband sem vakti mikla athygli á TikTok, en í myndskeiðinu útskýrir hún af hverju við getum ekki hætt að hugsa um fyrrverandi. 

„Ég er með smá sálfræðilega pælingu fyrir þau ykkar sem að lenda stundum í því að geta ekki hætt að hugsa um fyrrverandi eða geta ekki hætt að hugsa um einhvern sem þið voruð einhverntímann hrifin af eða eruð jafnvel ennþá hrifin af, lendið kannski í einhverskonar þráhyggju ástarpælingum,“ segir Elva Björk í byrjun myndbandsins.

Elva útskýrir svo að rannsóknir sýni að heilinn geri ekki greinamun á milli þess sem er að gerast raunverulega og þess sem við ímyndum okkur. Hún vitnar í rannsókn þar sem annar hópurinn spilaði á píanó en hinn ýmindaði sér að hann væri að spila á píanó, en niðurstöður leiddu í ljós að sömu „mótor“ svæðin í heilanum virkjuðust hjá báðum hópum. 

„Reynum að hætta að dagdreyma um fyrrverandi“

„Segjum sem svo að við förum á eitthvað deit eða höfum verið í sambandi og þetta er einhvernveginn búið eða eitthvað svoleiðis, og við förum svona að hugsa alltaf til baka, erum oft að hugsa til baka um sambandið, um hvað allt var æðislegt og við eigum það til að fókusa á það sem gekk vel og þegar allt var gaman. Við förum jafnvel að ímynda okkur einhverja framtíð,“ segir hún.

Í kjölfarið segir Elva heilinn kveikja á allskonar boðefnum og hormónum alveg sama hvort þetta sé raunverulega að gerast eða ekki. Það sem gerist svo er að ef við erum alltaf að hugsa um fyrrverandi þá erum við sífellt að styrkja taugatengslin í heilanum sem tengjast þessari manneskju. Þessi taugatengsl virkja svo öll þessi boðefni og hormón sem tengjast ástartilfinningum. 

„Okkar ímyndun og okkar dagdraumar um einhvern fyrrverandi eða einhvern sem við erum hrifin af styrkir þessa sterku tilfinningu sem við höfum til manneskjunnar,“ útskýrir Elva og bætir við að þess vegna náum við ekki að komast yfir fyrrverandi. 

„Reynum að hætta að dagdreyma um fyrrverandi,“ segir Elva að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál