Halla móðgar leikskólakennara

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þó að þau gætu ekki fjárhagslega stutt mig til þess var alltaf mikill andlegur stuðningur frá foreldrum mínum, að mér gengi vel í skóla, og mér gekk vel. Ég á tvær systur sem eru báðar leikskólakennarar, þær höfðu ekki jafngaman af skóla og ég. Þau studdu mikið við mig, að fara til náms,“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í viðtali við Spegilinn á RÚV. HÉR er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. 

Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á leikskólakennurum sem finnst hún vera að gera lítið úr starfi þeirra. Einn þeirra er Haraldur F. Gíslason, leikskólakennari og tónlistarmaður í Pollapönk. 

„Hef ekki tjáð mig mikið um forsetaframbjóðendur en finnst þetta of vandræðalegt til að minnast ekki á þetta.

Halla segir: „Ég á tvær systur sem eru báðar leikskólakennarar, þær höfðu ekki jafngaman af skóla og ég. Þau studdu mikið við mig, að fara til náms.“

„Höllu til upplýsingar þá til þess að verða leikskólakennari þarftu að fara í fimm ára krefjandi háskólanám. Vissulega er ekki skilyrði að hafa gaman af því en það sjálfsagt hjálpar,“ segir Haraldur á Facebook-síðu sinni. 

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál