Keypti 100 ára hús án þess að hafa séð það

Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari á Trendnet.is átti annasamt ár.
Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari á Trendnet.is átti annasamt ár.

Elísabet Gunnarsdóttir, eigandi Trendnet, segir 2016 ekki beint hafa verið hefðbundið ár í sínu lífi. Fluttist hún meðal annars á milli landa, eignaðist annað barnið sitt, keypti fyrsta húsið sitt án þess að sjá það og vann þess á milli hörðum höndum við að gera heimasíðuna sína www.trendnet.is enn betri.

Hápunktur ársins?
Hápunktur 2016 í mínu lífi var þegar sonur minn fæddist í byrjun árs. Síðan þá hef ég ekki átt dauða stund. 

Afrek ársins? 
Fæðingin er að fara að stela þessu viðtali – er hægt að nefna eitthvað annað í þessu samhengi? Vikan mín á þýska sjúkrahúsinu toppar listann.

Skemmtilegustu snapchat-ararnir á árinu að þínu mati?
Ég er ekki dugleg að fylgjast með snöppurum en fylgi þó vinkonu minni ADHD-kisunni – hún var frábær á mörgum tímapunktum. Svana á Svart á Hvítu er svo án efa nýji uppáhalds snapparinn minn. Ég fylgist líka með Snorra Björnssyni í gegnum manninn minn, hann er eitthvað svo viðkunnanlegur og lítill rembingur í honum. Ég mæli síðan hiklaust með Trendnet-snappinu (trendnetis) sem er sífellt að sækja í sig veðrið.

Fyndnasta atriði ársins?
Þó að mér hafi alls ekki þótt það fyndið á þeim tímapunkti þá get ég hlegið að því núna. Við sem sagt eignuðumst barnið okkar í Þýskalandi. Ég var ekki kominn með tungumálið á hreint og þá nótt sem litli Manuel okkar kom í heiminn var bara enginn enskumælandi starfsmaður á spítalanum. Ég var alveg brjáluð í bland við mikið stress þannig að álagði jókst til muna á eiginmanninn sem þurfti að vera túlkur ofan á allt annað „Elísabet, þú átt að anda núna…“ var til dæmis setning sem hann notaði mikið. 

Skrítnasta upplifun þín 2016?
Við fjölskyldan erum oftast ekki að stressa okkur á hlutunum. Við keyptum okkar fyrsta hús áður en við fluttum til Svíþjóðar í sumar. Það er svo sem ekki frásögu færandi nema að við keyptum 100 ára gamalt hús án þess að hafa séð það. Þannig að það var skrítin tilfinning að ganga inn á sitt eigið heimili undir þessum kringumstæðum.
Skipulagði Svíinn var frekar hissa á þessu hjá okkur en það er líklega ekki til einn einasti Svíi sem myndi leika þetta eftir. En þetta fór allt vel og við erum mjög sátt við kaupin.

Fyrstu jólin í nýja húsinu!
Fyrstu jólin í nýja húsinu!

Uppáhalds drykkurinn þinn þetta árið?
Kaffibollarnir hafa aldrei verið fleiri en einmitt þetta árið. Fyrir utan kaffið er það ískalt sódavatn í dós eða rautt vín í glasi þegar vel liggur við.

Mest eldaði rétturinn í eldhúsinu?
Föstudagspizzan einu sinni í viku. Þunnur botn, pestó, hráskinka, mozzarella, basilica og inn í ofn. Toppað með ferskur tómötum, avocado, ruccola og parmesan-osti. Borið fram með góðu rauðvínsglasi.

Heimabökuð pizza varð oftast fyrir valinu í eldhúsinu.
Heimabökuð pizza varð oftast fyrir valinu í eldhúsinu. Thinkstock / Getty Images


Uppáhaldslagið þitt á árinu? 
Úff – hvað er ég hlusta á? Góð tips vel þegin hér.
Ég segi Christmas Lights með Coldplay þar sem það eru jól núna og þeir eru einir af fáum sem náðu að gera gott nýtt jólalag. Annars leita ég alltaf í klassíkina þegar ég spila jólalög – þegar þetta er skrifað er ég með Frank Sinatra í eyrunum.

Uppáhaldsnetsíðan þín?
TRENDNET – þar eru bara góðar fréttir alla daga svo maður flettir brosandi í gegnum póstana. Annars hef ég aldrei verslað jafnmikið á netinu og þetta árið. Netverslun er frábær þjónusta fyrir upptekið fólk.

Uppáhaldsbloggarinn?
Ég get ekki gert upp á milli barnanna minna en þau eru tólf talsins sem skrifa undir Trendent-hattinn og öll eiga þau hlut af mínu blogghjarta.

Besta bók sem þú last á árinu?
Bækurnar hafa verið á hillunni á árinu vegna anna. Mig dreymir um gott frí með góða bók við hönd og sá draumur mun rætast árið 2017. Ég skal svara þessari spurningu að ári.

Elísabet er búin að gera einstaklega fallegt í kringum sig.
Elísabet er búin að gera einstaklega fallegt í kringum sig.

Fallegasta augnablik ársins?
Þegar sonur minn fæddist og þegar systkinin hittust í fyrsta sinn. Fer að grenja bara við að hugsa um það augnablik – ekkert fallegra í heiminum.

Mest krefjandi verkefni ársins?
Mest krefjandi verkefni ársins var að finna stöðugleikann í því að vera mamma og halda vinnunni gangandi á sama tíma, ósofin og úrill með bros á vör.

Þakklæti ársins?
Þakklæti ársins fær tengdapabbi fyrir að hafa komið nýja (eldgamla) sænska húsinu okkar í flott stand á nokkrum vikum – besti smiður landsins ef þið spyrjið mig.
Annars er ég þakklát fyrir fullt af hlutum og verð sérstaklega meir yfir hátíðirnar – að eiga heilbrigð börn, vera hamingjusöm og ástfangin er ekki sjálgefinn hlutur. 

Elísabetu dreymir um frí og lestur góðrar bókar.
Elísabetu dreymir um frí og lestur góðrar bókar. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál