Sjáðu piparsveininn fara á stefnumót á Íslandi

Aðdáendur sjónvarpsþáttarins, The Bachelor, geta gert sér glaðan dag þann 9. mars því þá mun Sjónvarp Símans Premium og Sky Lagoon standa fyrir risa teiti í lóninu. Um er að ræða teiti til að fagna fyrsta þættinum af Íslandsævintýri The Bachelor. 

The Bachelor er ein vinsælasta raunveruleikaþáttaröð heims og voru það nokkrar fréttir að hann og tökuliðið væri á leið til Íslands til þess að fara á stefnumót. Fyrsti þátturinn af Íslandsævintýrinu er á dagskrá þann 9. mars og því var ekkert annað í stöðunni en að blása til risa áhorfsteiti á þessum flotta stað í Kópavogi. Sky Lagoon hefur sögulegt gildi því piparsveinninn fór á eldheitt stefnumót við einn keppanda í lóninu. 

„Það er svo sannarlega gaman að finna hversu mikill áhugi er á The Bachelor hér á landi og því enn skemmtilegra að bjóða upp á áhorfsveislu þegar Ísland á við sögu. Piparsveinninn Clayton átti víst sjóðheitt stefnumót í lóninu svo það verður gaman að fylgjast með þróun ástarmála á stóra skjánum,“ segir Inga María Hjartardóttir, markaðssérfræðingur hjá Símanum.

Lónið sjálft opnar klukkan 18.00 en þátturinn sjálfur fer í loftið klukkan 20.00 en hægt er að kaupa miða á Tix.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál