Instagram: Allt á útopnu!

Glamúr og rómantík!
Glamúr og rómantík! Samsett mynd

Vikan á Instagram var einkar ljúf. Ellý Ármanns og Gummi kíró fögnuðu ástinni með sínum heittelskuðu. Rúrik Gíslason rölti um snævi þaktar götur München á meðan Sigríður Margrét Ágústsdóttir stillti sér upp fyrir framan Eiffel-turninn í París.

Gellur elska náttúruböð!

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir dekraði við sig í Skógarböðunum á Akureyri. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Skvísa í Hollandi!

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Magna Björg Jónsdóttir naut í botn í Hollandi.

Líka fyrirsæta!

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason er ekki bara einn heitasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir heldur hefur hann líka verið að gera allt vitlaust sem fyrirsæta.

Tími rauða varalitarins!

Tími rauða varalitarins er genginn í garð! Leikkonan Kristín Pétursdóttir var hátíðleg þegar hún skartaði glæsilegum rauðum varalit um helgina.

Golfsnillingar fagna!

Bloggarinn Pattra Sriyanonge fagnaði góðum árangri í golfi í góðra vina hópi.

Glæsileg í París!

Áhrifavaldurinn Sigríður Margrét Ágústsdóttir stillti sér upp fyrir framan Eiffel-turninn í París.

Pallíettur og loðkápa!

Áhrifavaldurinn Anna Bergmann tók á móti desembermánuði í trylltu dressi!

Fyrsti í aðventu!

Bloggarinn og áhrifavaldurinn Erna Hrund Hermannsdóttir tók á móti aðventunni með fjölskyldunni. 

Draumahelgi!

Áhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir átti sannkallaða draumahelgi á Hótel Geysi.

Veturinn er kominn!

Rúrik Gíslason var staddur í Þýskalandi í vikunni og þar var meiri snjór heldur en víða á Íslandi. Þýskaland er hans annað heimili og var fjöllistamaðurinn ánægður með snjóinn. 

Sparifatamánuður!

Rapparar eru ekki bara í gallabuxum og með derhúfu. Í desember klæðist Emmsjé Gauti sínu allra fínasta en heldur samt kúlinu. 

Ástin er eins og vindurinn!

Listakonan Ellý Ármanns er alltaf mjög ástfangin. „Ástin er eins og vindurinn – þú finnur sannarlega fyrir honum en sérð hann ekki,“ skrifaði Ellý í vikunni og birti mynd af sér með ástinni sinni, Hlyni Sölva Jakobssyni. 

Tattúskvís!

Svala Björgvinsdóttir er alltaf jafn sæt. Hún er með áberandi húðflúr á bringunni sem hún sýndi fylgjendum sínum á Instagram á dögunum. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Ástfangin í fjögur ár!

Gummi kíró er yfir sig ástfanginn eftir fjögur ár. Áhrifavaldurinn fagnaði sambandi sínu og Línu Birgittu Sigurðardóttur með fallegum orðum og myndum í tilefni ástarafmælisins.

Komin í jólapeysuna!

Ásdís Rán er komin í jólaskap. Hún fagnaði jólahátíðinni ásamt góðvinkonum sínum.

Kann þetta!

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld fór í myndatöku hjá ljósmyndaranum Eygló Gísladóttur. 

Komin í jólaskap!

Sara Jasmin fór í jólakjól og ætlar að gleðja aðra á hátíð ljóss og friðar. 

Jákvæð þrátt fyrir allt! 

Áhrifavaldurinn Alexandra Bernharð gerir gott úr slæmu ástandi en hún er búsett í Grindavík og er ein af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili sitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál