Rúv biður útrásarvíking afsökunar

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannessonn var beðinn afsökunar af starfsmanni Rúv.
Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannessonn var beðinn afsökunar af starfsmanni Rúv.

Ríkisútvarpið hefur hafið útsendingar á nýjum útvarpsþáttum sem kallast Sorrí. Þar er samfélagsmiðlastjóri Rúv, Atli Fannar Bjarkason, dreginn á flot sem þáttastjórnandi þar sem hann biður ýmsa aðila úr samfélagi manna afsökunar á vinnubrögðum sínum á Fréttablaðinu. Einn af þeim sem hann biður afsökunar á hegðun sinni er útrásarvíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson sem var eigandi Fréttablaðsins þegar Atli Fannar starfaði þar. 

„Ég man eftir þessari söfnun og mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í þættinum Sorrí.

Ætlaði að safna peningum fyrir Jón Ásgeir

Forsaga málsins er sú að Atli Fannar, sem þá var nýráðinn blaðamaður á Fréttablaðinu, ákvað að hefja landssöfnun fyrir útrásarvíkinginn hausið 2009 þegar Ísland var nýhrunið. Jón Ásgeir hafði sagt í viðtali við Viðskiptablaðið að þjóðin þyrfti ekki að hafa áhyggjur af fjármálum hans eftir bankahrunið 2008. 

„Mig langar að segja þér, eftir öll þessi ár. Þátturinn minn heitir sorrí að ég er sorrí yfir þessu. Þessu gríni. Mér fannst það ófagmannlegt og það er það sem hefur setið í mér. Ég veit ekki alveg en mögulega var það það sem fór fyrir brjóstið á þér. Þessi ófagmennska að vera viku inn í nýju starfi og byrja á þessu. Mér finnst fínt að þú vitir það. Takk fyrir að koma og hitta mig og þá gat ég komið því á framfæri,“ segir Atli Fannar við Jón Ásgeir. 

„Þetta er meðtekið og ég þakka þér fyrir að hitta mig og segja mér þetta. Þetta er þroskamerki,“ segir Jón Ásgeir. 

„Og ef þú ert með miðil og við getum rætt það,“ segir Jón Ásgeir og íjarð að því að hann sé til í að fjármagna fjölmiðil Atla Fannars ef til þess kemur.

Hægt er að hlusta á þáttinn á Spotify: 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál