Einhleypir og eftirsóttir akkúrat núna

Rafn Guðlaugsson, Sigurður Viðarsson, Þorvaldur Jacobsen og Árni Hauksson eiga …
Rafn Guðlaugsson, Sigurður Viðarsson, Þorvaldur Jacobsen og Árni Hauksson eiga það sameiginlegt að vera einhleypir. Samsett mynd

Það hafa sjald­an verið eins marg­ir sjarmerandi menn á lausu eins og akkúrat núna. Þess vegna er ráð að taka sam­an lista yfir þá allra eft­ir­sótt­ustu. Það er kannski ekkert eitt sem einkennir þessa menn annað en að þeir elska lífið og vilja nóta þess til fulls. 

Sigurður Viðarsson

Sigurður Viðarsson er í dag aðstoðarforstjóri Kviku en hann var áður forstjóri tryggingafélagsins TM. Hann hefur komið víða við í viðskiptalífinu en hann er líka duglegur að spila golf og njóta lífsins. Hann hefur til dæmis verið mikið á Kjarval upp á síðkastið. 

Sigurður Viðarsson aðstoðarforstjóri Kviku.
Sigurður Viðarsson aðstoðarforstjóri Kviku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgvin Jóhannesson

Björgvin Jóhannesson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Björgvin er hlaðinn mörgum góðum kostum. Hann er ekki bara vinamargur heldur er hann talnaglöggur fjármálastjóri sem býr á Selfossi og spilar golf og körfubolta svo fátt eitt sé nefnt.

Björgvin Jóhannesson.
Björgvin Jóhannesson. Mbl.is/Hari

Einar Scheving

Einar Scheving trommu- og slagverksleikari er einn fremsti djasstónlistarmaður landsins og er margverðlaunaður fyrir plötur sínar og tónverk. Þá leggur hann mikið upp úr heilbrigðum lífsstíl.

Einar Scheving
Einar Scheving Arnþór Birkisson

Björn Jón Bragason

Björn er sagnfræðingur og kennari við Verslunarskóla Íslands. Hann hefur skrifað fjöldann allan af bókum um merkileg málefni og fengið mikið lof fyrir. Þá er hann einstaklega smekkvís, menningarlega sinnaður og alltaf vel til fara. 

Birgir Jón Bragason.
Birgir Jón Bragason. Mynd/Rósa Braga

Ari Klængur Jónsson

Ari er doktor í lýðfræði og starfar við Háskóla Íslands. Hann er hæfileikaríkur, hress og djúpvitur en þegar hann er ekki að skrifa ritrýndar fræðigreinar um merkileg mál þá er hann umkringdur ofursvölum listaspírum. 

Ari Klængur Jónsson.
Ari Klængur Jónsson.

Jón Magnús Arnarsson

Jón Magnús er einn heitasti leikarinn í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir og svo er hann fyrrum Íslandsmeistari í ljóðaslammi. Geri aðrir betur!

Jón Magnús Arnarsson.
Jón Magnús Arnarsson. Ljósmynd/Þjóðleikhúsið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Guðmundur Ingi er ekki bara myndarlegur heldur er hann einnig mikill mannvinur. Hann er félags- og vinnumarkaðsráðherra en hefur einnig látið til sín taka í umhverfismálum. Gæðablóð hér á ferð.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árni Hauksson 

Árni Hauksson fjárfestir er nýkominn á markaðinn eftir að leiðir hans og Ingu Lindar Karlsdóttur skildi eftir langt hjónaband. Margar konur munu eflaust sitja um hann en Árni hefur gaman að því að veiða og borða góðan mat. 

Árni Hauksson
Árni Hauksson Eggert Jóhannesson

Brynjólfur Magnússon 

Brynjólfur er vafalaust einn heitasti lögfræðingur Landsbankans. Hann er hress, klár og hefur gaman af ferðalögum. Margir eru á höttunum eftir honum.

Brynjólfur Magnússon
Brynjólfur Magnússon Skjáskot/Instagram

Þorvaldur Jacobsen

Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri hjá Landsneti er á lausu. Hann er verkfræðingur og starfaði áður hjá VÍS og Nýherja. Þorvaldur er ljúfur, vænn og vandaður.  

Rafn Guðlaugsson

Rafn Guðlaugsson er húsasmiður og sumir segja að hann sé prinsinn í skóbransanum en hann starfar hjá JS Gunnarsson. Hann er skapgóður og drífandi og alltaf í góðu skapi. Svo getur hann breytt hreysi í höll því hann er svo handlaginn enda smiður í grunninn. 

Rafn Guðlaugsson.
Rafn Guðlaugsson.

Finnur Harðarson

Finnur Harðarson er viðskiptamaður og laxveiðimaður. Hann er staðarhaldari í Stóru Laxá þar sem stuðið er oft ansi mikið. Hann er mikið í sveitinni en líka í Barcelona og á Tenerife en líka stundum á Kjarval eins og svo margir sem eru í lausagangi. 

Finnur B. Harðarson.
Finnur B. Harðarson. Ljósmynd/FBH
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál