Í Zöru buxum og 13 ára gömlum skóm

Katrín hertogaynja klæddist hversdagslegum klæðnaði þegar hún heimsótti bóndabæ.
Katrín hertogaynja klæddist hversdagslegum klæðnaði þegar hún heimsótti bóndabæ. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja skildi dragtina og fínu kápuna eftir heima þegar hún fór  í hversdagslegum klæðnaði í heimsókn á bóndabæ á Englandi í síðustu viku. 

Katrín sem var lengi þekkt fyrir að klæðast fötum frá ódýrari merkjum á borð við Zöru og Gap setti saman dress fyrir sveitina úr þessum gömlu uppáhaldsmerkjum samkvæmt The Telegraph

Hún var til dæmis í þröngum brúnum gallabuxum frá Zöru og Gap-skyrtu. Að sjálfsögðu mætti hún síðan í gömlu góðu Penelope Chilvers-stígvélunum sínum en Katrín er sögð vera búin að eiga þau í 13 ár. Að minnsta kosti sást hún fyrst í slíkum stígvélum árið 2004. Stígvélin eru enn til sölu og kosta um 65 þúsund íslenskra króna. 

Katrín hefur oft sést í stígvélunum.
Katrín hefur oft sést í stígvélunum. mbl.is/AFP
Hertogaynjan var sátt í sveitinni.
Hertogaynjan var sátt í sveitinni. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál