Vinsælast að fara út fyrir stúdíóið

Kristín Þorgeirsdóttir er einn vinsælasti fermingarljósmyndari landsins.
Kristín Þorgeirsdóttir er einn vinsælasti fermingarljósmyndari landsins.

Kristín Þorgeirsdóttir ljósmyndari er einn vinsælasti ljósmyndari landsins þegar kemur að fermingum. Hún bendir á að fermingarárið sé fallegt ár, að börnin breytist mikið á þessu fermingarári, frá barni í ungling. Þess vegna sé svo mikilvægt að staldra við og taka fallega ljósmynd af þeim.

Kristín lærði ljósmyndun í Tækniskólanum sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari árið 1994. Seinna sótti hún BA-gráðu í Listaljósmyndun í ASU Arizona árið 2000. Kristín Hún hefur verið sjálfstætt starfandi ljósmyndari frá 2006 og er mest að mynda fermingar og nýfædd börn.Hún er einnig dugleg að sækja námskeið með virtum ljósmyndurum.

Að mati Kristínar þarf að huga að nokkrum atriðum þegar kemur að fermingarmyndatökunni. „Persónulega finnst mér mestu máli skipta að hlusta vel eftir því hvað fermingarbarnið vill fá út úr myndatökunni. Þannig að ég geti látið drauma þess ráða.“

Kristín passar að gefa viðfangsefninu sínu rúman tíma, svo fermingarbarnið kynnist henni og geti verið það sjálft í myndatökunni.

Fallegt umhverfi í Hörpu þar sem fermingardrengurinn er afslappaður og ...
Fallegt umhverfi í Hörpu þar sem fermingardrengurinn er afslappaður og hann sjálfur. Ljósmynd/Krissý.

„Það skiptir mig máli er að ná fram karakter hvers og eins í myndatökunni, hlusta vel á fermingarbarnið og mæta óskum þess.“

Afslappaðar myndir vinsælar

Hvað er í tísku um þessar mundir þegar kemur að fermingarmyndatöku?

„Um þessar mundir er í tísku að mynda á vettvangi eins og maður kallar það, þ.e.a.s. úti í náttúrunni eða á fallegum stöðum í borginni. Í raun sem lengst frá stúdíóinu, í náttúrulegri birtu þar sem maður getur náð afslöppuðum eðlilegum myndum. Ég fer oft með hvern og einn á 2-3 staði í myndatökunni. Þá náum við meiri breidd í myndatökunni sem gerir myndirnar fjölbreyttar og skemmtilegar.“

Ljósmyndir úti í náttúrunni eru vinsælar um þessar mundir.
Ljósmyndir úti í náttúrunni eru vinsælar um þessar mundir. Ljósmynd/Krissý.

Hvað ber að forðast?

„Að hlusta ekki á óskir fermingarbarnsins og gera bara eitthvað. Ég hef ekki trú á óskipulögðum myndatökum, sem eru tilviljunarkenndar. Ég verð að vita að ég sé að mæta væntingum barnsins og fái þannig fram gleðiglampann í augun á því.“

Skipulagið mikilvægt

Hvaða ráð gefur þú foreldrum sem langar í skemmtilegar minningar frá þessum degi í ljósmynd?

„Að fara vel yfir hvernig myndir þá langar mest að eiga og passa að hafa fermingarbarnið með í ráðum við að skipuleggja myndatökuna og velja sér ljósmyndara.“

Áttu sögu af skemmtilegri myndatöku?

„Hver einasta myndataka er ævintýri og skemmtilegheit, svo ég gæti ekki sagt frá einni, ég þyrfti að segja frá öllum! Ég elska svo mikið það sem ég geri og er ótrúlega þakklát fyrir hvern og einn sem velur að koma til mín í myndatöku.“

Óskir fermingarbarnanna eru mikilvægar þegar kemur að myndatökunni.
Óskir fermingarbarnanna eru mikilvægar þegar kemur að myndatökunni. Ljósmynd/Krissý.

Að lokum bendir Kristín á hvað fermingarárið sé fallegt ár, börnin breytast mikið á þessu fermingarári, frá barni í ungling. „Þess vegna er svo mikilvægt að staldra við og taka fallega ljósmynd af þeim.“

Hér má sjá hversu vel Kristín nær fermingarbörnunum.
Hér má sjá hversu vel Kristín nær fermingarbörnunum. Ljósmynd/Krissý.
Falleg ballerína fest á mynd í Hörpunni.
Falleg ballerína fest á mynd í Hörpunni. Ljósmynd/Krissý.
Falleg náttúrumynd eftir Kristínu.
Falleg náttúrumynd eftir Kristínu. Ljósmynd/Krissý.
Ljósmynd/Krissý.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Eignir sem líta vel út seljast betur

18:00 Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

14:00 „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

10:00 Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

05:00 Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

Í gær, 20:00 Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

í gær Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

í gær Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

í gær Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

í gær Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

í fyrradag Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

í fyrradag „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

21.3. Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

21.3. Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

21.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

21.3. Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

20.3. Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

20.3. Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

20.3. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

20.3. Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

20.3. „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »
Meira píla