Vinsælast að fara út fyrir stúdíóið

Kristín Þorgeirsdóttir er einn vinsælasti fermingarljósmyndari landsins.
Kristín Þorgeirsdóttir er einn vinsælasti fermingarljósmyndari landsins.

Kristín Þorgeirsdóttir ljósmyndari er einn vinsælasti ljósmyndari landsins þegar kemur að fermingum. Hún bendir á að fermingarárið sé fallegt ár, að börnin breytist mikið á þessu fermingarári, frá barni í ungling. Þess vegna sé svo mikilvægt að staldra við og taka fallega ljósmynd af þeim.

Kristín lærði ljósmyndun í Tækniskólanum sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari árið 1994. Seinna sótti hún BA-gráðu í Listaljósmyndun í ASU Arizona árið 2000. Kristín Hún hefur verið sjálfstætt starfandi ljósmyndari frá 2006 og er mest að mynda fermingar og nýfædd börn.Hún er einnig dugleg að sækja námskeið með virtum ljósmyndurum.

Að mati Kristínar þarf að huga að nokkrum atriðum þegar kemur að fermingarmyndatökunni. „Persónulega finnst mér mestu máli skipta að hlusta vel eftir því hvað fermingarbarnið vill fá út úr myndatökunni. Þannig að ég geti látið drauma þess ráða.“

Kristín passar að gefa viðfangsefninu sínu rúman tíma, svo fermingarbarnið kynnist henni og geti verið það sjálft í myndatökunni.

Fallegt umhverfi í Hörpu þar sem fermingardrengurinn er afslappaður og …
Fallegt umhverfi í Hörpu þar sem fermingardrengurinn er afslappaður og hann sjálfur. Ljósmynd/Krissý.

„Það skiptir mig máli er að ná fram karakter hvers og eins í myndatökunni, hlusta vel á fermingarbarnið og mæta óskum þess.“

Afslappaðar myndir vinsælar

Hvað er í tísku um þessar mundir þegar kemur að fermingarmyndatöku?

„Um þessar mundir er í tísku að mynda á vettvangi eins og maður kallar það, þ.e.a.s. úti í náttúrunni eða á fallegum stöðum í borginni. Í raun sem lengst frá stúdíóinu, í náttúrulegri birtu þar sem maður getur náð afslöppuðum eðlilegum myndum. Ég fer oft með hvern og einn á 2-3 staði í myndatökunni. Þá náum við meiri breidd í myndatökunni sem gerir myndirnar fjölbreyttar og skemmtilegar.“

Ljósmyndir úti í náttúrunni eru vinsælar um þessar mundir.
Ljósmyndir úti í náttúrunni eru vinsælar um þessar mundir. Ljósmynd/Krissý.

Hvað ber að forðast?

„Að hlusta ekki á óskir fermingarbarnsins og gera bara eitthvað. Ég hef ekki trú á óskipulögðum myndatökum, sem eru tilviljunarkenndar. Ég verð að vita að ég sé að mæta væntingum barnsins og fái þannig fram gleðiglampann í augun á því.“

Skipulagið mikilvægt

Hvaða ráð gefur þú foreldrum sem langar í skemmtilegar minningar frá þessum degi í ljósmynd?

„Að fara vel yfir hvernig myndir þá langar mest að eiga og passa að hafa fermingarbarnið með í ráðum við að skipuleggja myndatökuna og velja sér ljósmyndara.“

Áttu sögu af skemmtilegri myndatöku?

„Hver einasta myndataka er ævintýri og skemmtilegheit, svo ég gæti ekki sagt frá einni, ég þyrfti að segja frá öllum! Ég elska svo mikið það sem ég geri og er ótrúlega þakklát fyrir hvern og einn sem velur að koma til mín í myndatöku.“

Óskir fermingarbarnanna eru mikilvægar þegar kemur að myndatökunni.
Óskir fermingarbarnanna eru mikilvægar þegar kemur að myndatökunni. Ljósmynd/Krissý.

Að lokum bendir Kristín á hvað fermingarárið sé fallegt ár, börnin breytast mikið á þessu fermingarári, frá barni í ungling. „Þess vegna er svo mikilvægt að staldra við og taka fallega ljósmynd af þeim.“

Hér má sjá hversu vel Kristín nær fermingarbörnunum.
Hér má sjá hversu vel Kristín nær fermingarbörnunum. Ljósmynd/Krissý.
Falleg ballerína fest á mynd í Hörpunni.
Falleg ballerína fest á mynd í Hörpunni. Ljósmynd/Krissý.
Falleg náttúrumynd eftir Kristínu.
Falleg náttúrumynd eftir Kristínu. Ljósmynd/Krissý.
Ljósmynd/Krissý.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál