Vilja sannanir fyrir virkni húðvörunnar

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, segist vera að svara eftirspurn sjúklinga sinna og auka þjónustu í fegrunaraðgerðum með þessum nýju snyrtivörum.

„Til að ná hámarksárangri af öllum fegrunarmeðferðum þá er mikilvægt að nota réttu húðvörurnar heima fyrir og eftir meðferðirnar. Það eru þá húðvörur með virkum efnum, eins og til dæmis retinóíðum, og sem hafa gengið í gegnum sama gæðaferli og lyf með vönduðum klínískum rannsóknum sem sýna fram á virkni þeirra. Svona húðvörur eru það sem er kallað „Cosmoceuticals“ eða MD-húðvörur, þar sem MD stendur fyrir Medical Doctor, og eru í raun á milli þess að vera lyf og snyrtivörur. Þar sem MD-línur innihalda virk efni eru þær yfirleitt einungis seldar á viðurkenndum húðlæknastofum,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, en nýverið hófu húðlæknar þar sölu á hinu eftirsótta húðumhirðumerki SkinCeuticals. Með þessu segir Jenna Huld Húðlæknastöðina vera að svara eftirspurn sjúklinga sinna og auka þjónustuna í fegrunarmeðferðunum hjá þeim.

„Á Húðlæknastöðinni starfa 10 húðlæknar og það þekkja margir húðlækningahlutann af starfseminni hjá okkur en margir vita ekki af því að við erum með stóra lýtahúðlækningadeild þar sem við bjóðum upp á medical peel, dermapen, lasermeðferðir, fylliefni, botox og fleira.“

Vildu rannsóknir sem sanna virknina

SkinCeuticals-húðvörurnar þróast út frá brautryðjandi rannsóknum bandaríska húðlæknisins Sheldon Pinnell á verndandi þætti andoxunarefnisins C-vítamíns á húðkrabbamein og eru andoxunarefni aðalsmerki húðvaranna.

„Þar sem við erum húðlæknar vildum við MD-línu sem legði áherslu á fagleg vinnubrögð og væru með klínískar rannsóknir á bak við sig til að sanna virkni varanna. Andoxunar-húðvörur þeirra eru mjög vel rannsakaðar og háþróaðar og það eru í raun þær sem gera þetta merki frábrugðið öðrum MD-húðvörulínum. Einnig heilluðumst við af einfaldri, heildrænni og einstaklingsmiðaðri nálgun SkinCeuticals á húðumhirðu,“ segir Jenna Huld en SkinCeuticals flokkar vörur sínar í þrennt, þ.e.a.s. fyrirbyggjandi (e. Prevent), verndandi (e. Protect) og svo uppbyggjandi (e. Correct).

Jenna Huld segir þessa nálgun henta húðlæknum mjög vel þar sem þeir vinni mikið með öldrun húðarinnar dagsdaglega og leiðbeina sjúklingum sínum hvernig eigi að fyrirbyggja ýmsa húðkvilla og vernda húðina. „Svo eru alltaf einhverjir sem hafa áhuga á að byggja húðina upp og draga úr fínum línum og auka þéttleikann og þá leiðbeinum við þeim hvernig það er hægt, bæði með virkum húðvörum og svo meira sérhæfðum meðferðum eins og t.d. laser,“ bætir hún við.

Tók mörg ár að þróa dropana

Eins og komið hefur eru andoxunarefni einkennandi fyrir húðvörur SkinCeuticals en af hverju ætli það sé?

„Sólarvörnin ver okkur gegn útfjólubláum geislum sólarinnar, aðallega B-geislum (UVB) en einnig A-geislum (UVA) að einhverju leyti. Þær verja okkur aftur á móti ekkert gegn innrauðum geislum sólarinnar né gegn sindurefnum sem losna frá umhverfismengun o.fl. Það gera aftur á móti andoxunarefni og þau verja okkur líka að hluta gegn útfjólubláum geislum sólarinnar og bæta þannig áhrif sólarvarna,“ segir Jenna Huld en fyrsta húðvara SkinCeuticals og jafnframt sú þekktasta er C E Ferulic-droparnir sem samsettir eru af þremur kröftugum andoxunarefnum; C-vítamíni, E-vítamíni og Ferulic-sýru sem unnin er úr hveiti.

„C E Ferulic-droparnir hafa sýnt fram á það í klínískum rannsóknum að þeir veita ekki einungis vörn gegn útfjólubláum og innrauðum geislum sólarinnar og sindurefnum umhverfisins, heldur örva þeir einnig nýmyndun kollagens og minnka þannig fínar línur á húðinni og auka þéttleika hennar og gljáa. Það tók mörg ár að þróa þessa dropa þar sem erfitt getur reynst að koma virku efnunum í gegnum húðina án þess að þau tapi virkni sinni. En það tókst og er þessi húðvara sú allra vinsælasta hjá þeim frá upphafi og hentar öllum húðgerðum,“ segir Jenna Huld.

Fjögur andoxunarefni hafa sannað gildi sitt

C-vítamín er eitt öflugasta innihaldsefnið í húðvörum og var fyrsta andoxunarefnið til að sýna fram á virkni sína en það var einmitt dr. Sheldon Pinnell, faðir SkinCeuticals, sem uppgötvaði virkni þess á húðina.

„Það eru í raun fjögur andoxunarefni sem hafa sannað gildi sitt í klínískum rannsóknum og það eru einmitt C-vítamín, E-vítamín, Ferulic-sýra og Phloretin sem er unnið úr eplum. Allt C-vítamín er svo ekki C-vítamín því það getur verið verulegur gæðamunur á því í vörum eins og með öll önnur efni. Einnig þarf að vera visst sýrugildi til staðar og hjálparefni í húðvörunum til að C-vítamínið komist raunverulega gegnum húðina þar sem við viljum að það virki. Það er ekkert gæðaeftirlit á snyrtivörum sem er auðvitað bagalegt fyrir okkur kúnnana því í rauninni vitum við ekki hvort þessi efni, sem eru skrifuð utan á túpuna, séu raunverulega til staðar í vörunum eða ekki,“ bendir Jenna Huld á en aldrei hafa húðvörur verið jafnvinsælar en tæknilegri og virkari formúlur eru nú aðgengilegri almenningi en oft áður.

Hafa farið illa vegna þekkingarleysis á virkum efnum

Á markaðinn streyma virkar húðvörur og ýmsar staðhæfingar framleiðenda hafðar í frammi og halda margir að því meira sem formúlan inniheldur af virkum efnum því betri verði árangurinn. Jenna Huld segist hafa fengið til sín sjúklinga sem hafa farið ansi illa út úr slíku.

„Ég myndi ráðleggja þeim sem hafa áhuga á að nota svona virkar húðvörur að fá álit húðlæknis fyrst; hvaða húðgerð er ég og þoli ég þessi efni? Það eru ekki allir sem þola retinóíðana eða ávaxtasýrurnar, t.d. þeir sem eru með viðkvæma húð og rósroða. Einnig er mjög mikilvægt að trappa notkun þessara efna hægt upp svo húðin fái tíma til að venjast efnunum,“ segir hún. En hvað er það besta sem við getum gert til að halda unglegri ásýnd sem lengst? „Sólarvörn, sólarvörn, sólarvörn! Við húðlæknar ætlumst ekki til þess að fólk haldi sig inni en verum skynsöm. Rannsóknir hafa sýnt að við fáum nægjanlegt D-vítamín eftir 15-20 mínútur í sólinni án sólarvarnar. Njótum þess að vera úti en klæðumst léttum fötum, verum í skugga þegar það er hægt og berum á okkur sólarvörn með minnst 30 í SPF-faktor á þau húðsvæði sem við getum ekki skýlt svo auðveldlega eins og andlit og handarbök. Þegar við erum komin á fertugsaldur getum við svo byrjað að hugsa um að nota fyrirbyggjandi virkar húðvörur með andoxunarefnum, ávaxtasýru eða retinóíðum. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að lífsstíll skiptir máli varðandi öldrun húðarinnar, eins og streita, svefnleysi, reykingar og óhollur matur.“

Sérsniðnar leiðbeiningar

SkinCeuticals-vörurnar eru einungis seldar á húðlæknastofum eða stofum sem hafa starfandi húðlækna eða lýtalækna svo neytendur fái faglegt álit á því hvaða vörur henti þeim. „SkinCeuticals eru með sérsniðnar leiðbeiningar fyrir einstaklinga sem hafa rósroða eða viðkvæma húð; eru með unglingabólur; eru með feita húð; eru með fínar línur eða dýpri hrukkur og vilja koma í veg fyrir frekari öldrun húðarinnar o.s.frv.,“ og segir Jenna Huld að allir séu velkomnir á Húðlæknastöðina á Smáratorgi 1 í ókeypis ráðgjöf um húðvörurnar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

10 ráð til að vernda heilsuna

20:00 „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

17:00 Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

14:00 Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

09:30 Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

05:00 Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

Í gær, 23:55 Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

í gær Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

í gær Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

í gær Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira »

Ljómandi og frískleg húð í sumar

í gær Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, er mjög hrifin af náttúrulegri og frísklegri húð yfir sumartímann. Meira »

Hvers vegna var Díana engin venjuleg prinsessa?

í gær Díana prinsessa braut blað í sögunni þegar hún sagði tryggðarheitin í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins árið 1981.   Meira »

Var 130 kíló: Léttist á því að borða heima

í gær Við útskrift úr háskóla var áhrifavaldurinn Meghan 130 kíló. Hún grenntist meðal annars með því að telja kaloríur en er í dag ekki hrifin af aðferðinni. Meira »

Notalegasta kynlífsstellingin

13.7. Sumar kynlífsstöður taka meira á en aðrar. Þessi stelling er fullkomin þegar þið nennið ekki miklum hamagangi í svefnherberginu. Meira »

„Barnsmóðir mín notar hörð efni“

13.7. „Ég er búinn að tilkynna þetta til barnaverndar í bæjarfélagi okkar en þeir virðast ekki geta gert neitt. Mér finnst eins og mæður fái betra viðmót með svona upplýsingar til féló heldur en feður. Alla vega er eitthvað gert strax í málunum þegar mæður tilkynna svona...“ Meira »

Gerir þú þessi mistök í þínu sambandi?

13.7. Fólk sem hefur verið í sambandi í langan tíma á það oft til að falla í sömu gildrurnar. Sama hversu einstök við teljum okkur vera þá má sjá mynstur hjá fólki í samböndum og iðulega koma upp sömu mistökin sem fólk gerir. Meira »

Hvenær á að æfa til að grennast hraðar?

13.7. Það er ekki óalgegnt að spyrja að þessu þegar markmiðið er að losa sig við nokkur kíló. Vísindafólk hefur rannsakað þetta og er svarið líklega ekki það sem flestir vonast eftir. Meira »

Hönnunarparadís í 104 Reykjavík

13.7. Við Sigluvog 11 stendur glæsilegt Sigvaldahús sem byggt var 1960. Falleg málverk og húsgögn prýða þetta einstaka hús.   Meira »

Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

13.7. Sum­arið er tím­inn til að finna ást­ina og þá er ágætt að vita hverj­ir eru áhuga­verðustu ein­hleypu konur Íslands. Eins og sést á list­an­um eru margir kvenskörungar í lausagangi. Meira »

Gerðist vegan til að minnka verki

12.7. Tónlistarkonan Jessie J ákvað að hætta að borða sykur til að ná stjórn á krónískum verkjum. Síðan ákvað hún að hætta borða kjöt og núna er hún orðin grænkeri. Meira »

Á Harry bara eitt par af skóm?

12.7. Harry Bretaprins virðist alltaf vera í sömu skónum og spyrja aðdáendur hans nú hvort prinsinn eigi ekki fleiri skópör.   Meira »

Tinna Brá selur sumarhúsið á Þingvöllum

12.7. Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím hefur sett sinn fallega sumarbústað á sölu. Bústaðurinn er litríkur og skemmtilegur eins og flest sem Tinna Brá kemur nálægt. Meira »