Vilja sannanir fyrir virkni húðvörunnar

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, segist vera að svara eftirspurn sjúklinga sinna og auka þjónustu í fegrunaraðgerðum með þessum nýju snyrtivörum.

„Til að ná hámarksárangri af öllum fegrunarmeðferðum þá er mikilvægt að nota réttu húðvörurnar heima fyrir og eftir meðferðirnar. Það eru þá húðvörur með virkum efnum, eins og til dæmis retinóíðum, og sem hafa gengið í gegnum sama gæðaferli og lyf með vönduðum klínískum rannsóknum sem sýna fram á virkni þeirra. Svona húðvörur eru það sem er kallað „Cosmoceuticals“ eða MD-húðvörur, þar sem MD stendur fyrir Medical Doctor, og eru í raun á milli þess að vera lyf og snyrtivörur. Þar sem MD-línur innihalda virk efni eru þær yfirleitt einungis seldar á viðurkenndum húðlæknastofum,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, en nýverið hófu húðlæknar þar sölu á hinu eftirsótta húðumhirðumerki SkinCeuticals. Með þessu segir Jenna Huld Húðlæknastöðina vera að svara eftirspurn sjúklinga sinna og auka þjónustuna í fegrunarmeðferðunum hjá þeim.

„Á Húðlæknastöðinni starfa 10 húðlæknar og það þekkja margir húðlækningahlutann af starfseminni hjá okkur en margir vita ekki af því að við erum með stóra lýtahúðlækningadeild þar sem við bjóðum upp á medical peel, dermapen, lasermeðferðir, fylliefni, botox og fleira.“

Vildu rannsóknir sem sanna virknina

SkinCeuticals-húðvörurnar þróast út frá brautryðjandi rannsóknum bandaríska húðlæknisins Sheldon Pinnell á verndandi þætti andoxunarefnisins C-vítamíns á húðkrabbamein og eru andoxunarefni aðalsmerki húðvaranna.

„Þar sem við erum húðlæknar vildum við MD-línu sem legði áherslu á fagleg vinnubrögð og væru með klínískar rannsóknir á bak við sig til að sanna virkni varanna. Andoxunar-húðvörur þeirra eru mjög vel rannsakaðar og háþróaðar og það eru í raun þær sem gera þetta merki frábrugðið öðrum MD-húðvörulínum. Einnig heilluðumst við af einfaldri, heildrænni og einstaklingsmiðaðri nálgun SkinCeuticals á húðumhirðu,“ segir Jenna Huld en SkinCeuticals flokkar vörur sínar í þrennt, þ.e.a.s. fyrirbyggjandi (e. Prevent), verndandi (e. Protect) og svo uppbyggjandi (e. Correct).

Jenna Huld segir þessa nálgun henta húðlæknum mjög vel þar sem þeir vinni mikið með öldrun húðarinnar dagsdaglega og leiðbeina sjúklingum sínum hvernig eigi að fyrirbyggja ýmsa húðkvilla og vernda húðina. „Svo eru alltaf einhverjir sem hafa áhuga á að byggja húðina upp og draga úr fínum línum og auka þéttleikann og þá leiðbeinum við þeim hvernig það er hægt, bæði með virkum húðvörum og svo meira sérhæfðum meðferðum eins og t.d. laser,“ bætir hún við.

Tók mörg ár að þróa dropana

Eins og komið hefur eru andoxunarefni einkennandi fyrir húðvörur SkinCeuticals en af hverju ætli það sé?

„Sólarvörnin ver okkur gegn útfjólubláum geislum sólarinnar, aðallega B-geislum (UVB) en einnig A-geislum (UVA) að einhverju leyti. Þær verja okkur aftur á móti ekkert gegn innrauðum geislum sólarinnar né gegn sindurefnum sem losna frá umhverfismengun o.fl. Það gera aftur á móti andoxunarefni og þau verja okkur líka að hluta gegn útfjólubláum geislum sólarinnar og bæta þannig áhrif sólarvarna,“ segir Jenna Huld en fyrsta húðvara SkinCeuticals og jafnframt sú þekktasta er C E Ferulic-droparnir sem samsettir eru af þremur kröftugum andoxunarefnum; C-vítamíni, E-vítamíni og Ferulic-sýru sem unnin er úr hveiti.

„C E Ferulic-droparnir hafa sýnt fram á það í klínískum rannsóknum að þeir veita ekki einungis vörn gegn útfjólubláum og innrauðum geislum sólarinnar og sindurefnum umhverfisins, heldur örva þeir einnig nýmyndun kollagens og minnka þannig fínar línur á húðinni og auka þéttleika hennar og gljáa. Það tók mörg ár að þróa þessa dropa þar sem erfitt getur reynst að koma virku efnunum í gegnum húðina án þess að þau tapi virkni sinni. En það tókst og er þessi húðvara sú allra vinsælasta hjá þeim frá upphafi og hentar öllum húðgerðum,“ segir Jenna Huld.

Fjögur andoxunarefni hafa sannað gildi sitt

C-vítamín er eitt öflugasta innihaldsefnið í húðvörum og var fyrsta andoxunarefnið til að sýna fram á virkni sína en það var einmitt dr. Sheldon Pinnell, faðir SkinCeuticals, sem uppgötvaði virkni þess á húðina.

„Það eru í raun fjögur andoxunarefni sem hafa sannað gildi sitt í klínískum rannsóknum og það eru einmitt C-vítamín, E-vítamín, Ferulic-sýra og Phloretin sem er unnið úr eplum. Allt C-vítamín er svo ekki C-vítamín því það getur verið verulegur gæðamunur á því í vörum eins og með öll önnur efni. Einnig þarf að vera visst sýrugildi til staðar og hjálparefni í húðvörunum til að C-vítamínið komist raunverulega gegnum húðina þar sem við viljum að það virki. Það er ekkert gæðaeftirlit á snyrtivörum sem er auðvitað bagalegt fyrir okkur kúnnana því í rauninni vitum við ekki hvort þessi efni, sem eru skrifuð utan á túpuna, séu raunverulega til staðar í vörunum eða ekki,“ bendir Jenna Huld á en aldrei hafa húðvörur verið jafnvinsælar en tæknilegri og virkari formúlur eru nú aðgengilegri almenningi en oft áður.

Hafa farið illa vegna þekkingarleysis á virkum efnum

Á markaðinn streyma virkar húðvörur og ýmsar staðhæfingar framleiðenda hafðar í frammi og halda margir að því meira sem formúlan inniheldur af virkum efnum því betri verði árangurinn. Jenna Huld segist hafa fengið til sín sjúklinga sem hafa farið ansi illa út úr slíku.

„Ég myndi ráðleggja þeim sem hafa áhuga á að nota svona virkar húðvörur að fá álit húðlæknis fyrst; hvaða húðgerð er ég og þoli ég þessi efni? Það eru ekki allir sem þola retinóíðana eða ávaxtasýrurnar, t.d. þeir sem eru með viðkvæma húð og rósroða. Einnig er mjög mikilvægt að trappa notkun þessara efna hægt upp svo húðin fái tíma til að venjast efnunum,“ segir hún. En hvað er það besta sem við getum gert til að halda unglegri ásýnd sem lengst? „Sólarvörn, sólarvörn, sólarvörn! Við húðlæknar ætlumst ekki til þess að fólk haldi sig inni en verum skynsöm. Rannsóknir hafa sýnt að við fáum nægjanlegt D-vítamín eftir 15-20 mínútur í sólinni án sólarvarnar. Njótum þess að vera úti en klæðumst léttum fötum, verum í skugga þegar það er hægt og berum á okkur sólarvörn með minnst 30 í SPF-faktor á þau húðsvæði sem við getum ekki skýlt svo auðveldlega eins og andlit og handarbök. Þegar við erum komin á fertugsaldur getum við svo byrjað að hugsa um að nota fyrirbyggjandi virkar húðvörur með andoxunarefnum, ávaxtasýru eða retinóíðum. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að lífsstíll skiptir máli varðandi öldrun húðarinnar, eins og streita, svefnleysi, reykingar og óhollur matur.“

Sérsniðnar leiðbeiningar

SkinCeuticals-vörurnar eru einungis seldar á húðlæknastofum eða stofum sem hafa starfandi húðlækna eða lýtalækna svo neytendur fái faglegt álit á því hvaða vörur henti þeim. „SkinCeuticals eru með sérsniðnar leiðbeiningar fyrir einstaklinga sem hafa rósroða eða viðkvæma húð; eru með unglingabólur; eru með feita húð; eru með fínar línur eða dýpri hrukkur og vilja koma í veg fyrir frekari öldrun húðarinnar o.s.frv.,“ og segir Jenna Huld að allir séu velkomnir á Húðlæknastöðina á Smáratorgi 1 í ókeypis ráðgjöf um húðvörurnar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Langar að fela síma kórsystra sinna

14:00 „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

10:00 Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

05:00 Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

Í gær, 20:00 Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

Í gær, 17:00 Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

í gær Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

í gær Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

í gær Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

í fyrradag Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

í fyrradag „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

í fyrradag Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

21.3. Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

21.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

21.3. Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

20.3. Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

20.3. Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

20.3. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

20.3. Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

20.3. „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »
Meira píla