Anna prinsessa er öðruvísi prinsessa

Anna prinsessa klæddist einkennisklæðnaði sjóhersins við útför móður sinnar á …
Anna prinsessa klæddist einkennisklæðnaði sjóhersins við útför móður sinnar á mánudag. AFP

Anna prinsessa braut blað í sögu bresku konungsfjölskyldunnar á mánudag þegar hún klæddist einkennisklæðnaði hersins við útför móður sinnar, Elísabetar II Bretadrottningar. Aldrei hefur kona tekið þátt í líkfylgd í ríkisútför með sama hætti.

Bethan Holt, sem lengi hefur skrifað um tísku kóngafólksins, segir klæðnaður Önnu hafa minnt hana á drottninguna sjálfa. „Það var eitthvað svo kraftmikið að sjá konungsborna konu klæðast einkennisklæðnaðinum þessa viku sorgar,“ sagði Holt í viðtali við People. „Það minnti mig á myndirnar af drottningunni í einkennisklæðnaði í Trooping the Colour skrúðgöngunum á sínum yngri árum,“ sagði Holt. 

Anna gekk ásamt bræðrum sínum þremur, Karli III. Bretakonungi, Andrési Bretaprinsi og Játvarði Bretaprinsi í öll þrjú skiptin sem kistan var færð. Frá Westminster Hall til Westminster Abbey, frá Westminster Abbey til Wellington Arch og svo niður veginn að kapellu heilags Georgs í Windsor.

Anna er eina konungsborna konan sem tekið hefur þátt í …
Anna er eina konungsborna konan sem tekið hefur þátt í líkfylgd í ríkisútför. AFP

Þversögnið við ævintýrið um prinsessuna

Var hún í dökkbláum einkennisklæðnaði sjóhersins, með gullhnöppum, sverði og öllu tilheyrandi. 

„Útlit hennar var kraftmikið og glæislegt, en ég held að með þessu haldi hún lifandi hefð móður sinnar, sem kona í heimi karla, og tekst á við þær áskoranir sem því fylgja,“ sagði Holt sem meðal annars hefur skrifað bókina The Queen: 70 Years of Majestic Style. „Þetta er svo sterkur og ferskur andblær í algerri þversögn við ævintýrið um prinsessuna,“ sagði Holt.

Anna prinsessa ásamt bróður sínum Karli Bretakonungi.
Anna prinsessa ásamt bróður sínum Karli Bretakonungi. AFP
Anna ásamt bróðursyni sínum, Harry Bretaprins, sem ekki klæddist einkennisklæðnaði …
Anna ásamt bróðursyni sínum, Harry Bretaprins, sem ekki klæddist einkennisklæðnaði vegna þess að hann er ekki í starfi innan konungsfjölskyldunnar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál