„Byrjaði að stelast í snyrtivörurnar hjá mömmu sex ára gömul“

Sara Eiríksdóttir er 25 ára förðunarfræðingur með einstakt auga fyrir …
Sara Eiríksdóttir er 25 ára förðunarfræðingur með einstakt auga fyrir fallegri förðun.

Sara Eiríksdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á förðun, en í ársbyrjun 2022 ákvað hún að skrá sig loksins í diplómunám í förðunarfræði hjá Makeupstudio Hörpu Kára. Hún útskrifaðist þaðan í mars sama ár og hefur síðan þá tekið að sér ýmis spennandi verkefni, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. 

Sara hefur einstakt auga fyrir fallegri förðun og heldur úti instagram-síðunni @bysaraeiriks sem byrjaði sem eins konar vinnubók í förðunarnáminu, en í dag deilir hún alls kyns skemmtilegu efni sem tengist förðun og verkefnum hennar á síðunni.

Samhliða förðuninni starfar Sara á lagernum hjá snyrtivöruheildsölunni Termu, en hún er einnig lærður einkaþjálfari. Við fengum að skyggnast ofan í snyrtibudduna hjá Söru sem deildi sínum uppáhaldsvörum og förðunartrixum með okkur.

Sara segir námið hafa verið bæði skemmtilegt og krefjandi.
Sara segir námið hafa verið bæði skemmtilegt og krefjandi.

Hvenær byrjaðir þú að farða þig?

„Mig minnir að ég hafi byrjað að farða mig 13 eða 14 ára en ég byrjaði að stelast í snyrtivörurnar hjá mömmu sex ára.“

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Ég er oftast ómáluð og finnst það mjög þægilegt, en þegar ég mála mig þá er það frekar létt. Í hversdagsförðun nota ég alltaf CC Nude Glow-farðann frá It Cosmetics. Það er mjög léttur farði með ótrúlega fallega áferð. Svo nota ég Teint Idole All Over-hyljara og skyggingarstiftið og kinnalitastiftið frá Lancome.“

Hyljari og farði frá It Cosmetics eru í miklu uppáhaldi …
Hyljari og farði frá It Cosmetics eru í miklu uppáhaldi hjá Söru.

„Ég fylli aðeins inn í augabrúnirnar með augabrúnablýanti frá It Cosmetics og nota augabrúnagel frá NYX. Hvað maskara varðar þá nota ég Idole-maskarann frá Lancome, hann greiðir vel úr hárunum, lengir og lyftir. Ef ég vill fá aðeins meira þá nota ég Lash Freak-maskarann frá Urban Decay.“

Mikilvægt að drekka vatn

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Áður en ég fór í förðunarnámið var ég oftast bara með það sama og ég notaði í hversdagsförðun en bætti oftast við augnhárum og stundum augnskugga. Núna finnst mér gaman að gefa mér meiri tíma til þess að hafa mig til og gera meiri glamúrförðun. Ég fíla mig oftast betur með léttari augnförðun frekar en þyngri, en gott smokey klikkar samt aldrei.“

Hvernig hugsarðu um húðina?

„Ég þríf húðina bæði kvölds og morgna. Á kvöldin nota ég C-vítamín-serum frá Khiel's og set svo Genifique-næturkremið á húðina. Á augnsvæðið nota ég C-vítamínaugnkremið frá Khiel's og Genifique-augnkremið. Þar næst set ég augnháraserum frá Lancome við rót augnháranna og Buttermask for Lips-varasalvann frá Khiel's á varirnar.

Á morgnana nota ég Genifique-serum og á eftir því Ultra Facial-rakakremið frá Khiel's. Á augnsvæðið nota ég Genifique Light Pearl. Svo má ekki gleyma því mikilvægasta, en það er sólarvörnin! Ég nota Aquagel-sólarvörnina frá Khiel' með SPF-stuðul 50. Svo er alltaf mikilvægt að drekka nóg af vatni, sem ég er að reyna að bæta mig í.“

Hvað tekur þig langan tíma að hafa þig til?

„Það tekur mig yfirleitt ekkert svo langan tíma en fer eftir því hvað ég er að fara að gera. Ég er yfirleitt lengur að græja hárið en andlitið, en svona dagsdaglega tekur það mig kannski 10 til 15 mínútur.“

Dagsdaglega er Sara í kringum 10 til 12 mínútur að …
Dagsdaglega er Sara í kringum 10 til 12 mínútur að gera sig til.

Burstar ómissandi

Hvaða farði er í mestu uppáhaldi þessa dagana?

„YSL var að koma með endurbættan All Hours-farða sem er svo fallegur. Hann gefur góða þekju, er mattur en samt ljómandi. Ég gaf eldri farðanum aldrei séns af því ég hef ekkert verið hrifin af möttum farða, en ég elska þennan! Þetta er minn „go-to“-farði þegar ég fer eitthvað fínt.“

En sólarpúður og kinnalitur?

„Sólarpúðrið frá It Cosmetics er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana, ég nota það sjálf og í farðanir. Ég get ekki valið á milli tveggja kinnalita en ég nota til skiptis kremkinnalitastiftið frá Lancome í litnum 02 Darin Peach og IT Cosmetics-púðurkinnalitinn í litnum Natural Pretty. Það fer allt eftir hvernig stuði ég er í.“

Söru þykir gaman að gefa sér góðan tíma í að …
Söru þykir gaman að gefa sér góðan tíma í að hafa sig til, en hér er hún með fallega glamúrförðun og rauðar varir.

Hvaða þrjár vörur eru ómissandi í snyrtibudduna?

„Það er erfitt að velja, en ég myndi segja að góðir burstar væru ómissandi í allar snyrtibuddur. Í minni snyrtibuddu þarf svo alltaf að vera gott augabrúnagel, fallegt „nude“ eða glært gloss og sprey til þess að setja yfir förðunina.“

Eru einhver trend eða snyrtivörur sem þú heldur að komi sterkt inn í ár?

„Ég hugsa að falleg og létt förðun verði inni í ár, allt náttúrulegt. Förðunarvara sem ég held svo að komi sterk inn í ár er ljós blýantur í neðri votlínu sem opnar og lýsir upp augun.“

Hvaða vörur eru efst á óskalistanum?

„Ég er alltaf að taka skjáskot á TikTok eða Instagram af vörum sem mér finnst girnilegar og langar til þess að prufa en gleymi þeim svo. Ég hef aldrei prufað vörurnar frá Charlotte Tilbury en er mjög spennt fyrir merkinu þannig að vörur frá henni eru klárlega efst á óskalistanum.“

Fashion-lokaverkefni Söru í skólanum.
Fashion-lokaverkefni Söru í skólanum. Ljósmynd/Aldís Páls
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál