Gagnrýnd fyrir bikiní sem á að „passa á alla“

Kim Kardashian hefur hlotið þó nokkra gagnrýni fyrir efnislitlar vörur …
Kim Kardashian hefur hlotið þó nokkra gagnrýni fyrir efnislitlar vörur sem seldar eru undir þeirri nafngift að þær passi á alla. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er ekki óvön því að sæta gagnrýni á samfélagsmiðlum, en nú hefur hún verið gagnrýnd fyrir bikiní sem hún er með á sölu undir vörumerki hennar Skims. 

Bikiníið er selt undir þeirri nafngift að það sé í sniði sem passi á alla. Varan kemur vissulega í mörgum stærðum, allt frá XXS til XXXXL, en áhyggjur netverja beinast að því hve efnislítil varan er og hvort hún nái að hylja nokkurn skapaðan hlut, óháð fatastærð.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vörur undir vörumerki hennar eru gagnrýndar fyrir að vera hreinlega „of efnislitlar“ en í fyrra voru nærbuxur sem seldar eru undir sömu nafngift harðlega gagnrýndar og þeim líkt við augnlepp. 

Á stærð við tortilla-flögu

Myndskeið sem notandinn bbysarita birti á TikTok hefur vakið gríðarlega athygli, en þar sýnir hún bikiníið og gagnrýnir hve efnislítið það sé. Þá setti hún tortilla-flögu yfir efnið til samanburðar. Notendur voru gáttaðir yfir bikiníinu og voru margir sannfærðir að það myndi ekki einu sinni ná yfir geirvörtur sínar, hvað þá eitthvað meira. 

@bbysarita #greenscreen @SKIMS @Kim Kardashian @Traderjoes ♬ original sound - bbysarita

„Þetta er ekki að fara að virka fyrir neinn“

Nú þegar hafa yfir 10 milljónir horft á myndskeiðið, en áhorfendur vildu ólmir sjá bikiníið á notandanum sem varð að ósk þeirra. Hún mátaði sundfatnaðinn, en var þó klædd í hlýrabol og stuttbuxur innan undir þar sem hún sagði bikiníið ekki hylja neitt. Í myndskeiðinu talaði hún sérstaklega um sundbuxurnar sem eru að mestu leyti strengur, og sagði: „Þetta er ekki að fara að virka fyrir neinn.“

@bbysarita Replying to @margenewilder ♬ original sound - bbysarita
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál