Ofurfyrirsæta vekur athygli í íslenskri hönnun

Ofurfyrirsætan Ashley Graham geislaði í hönnun eftir Hildi Yeoman.
Ofurfyrirsætan Ashley Graham geislaði í hönnun eftir Hildi Yeoman. Samsett mynd

Fyrirsætan Ashley Graham var glæsileg þegar hún mætti í spjallþáttinn Live with Kelly and Mark í hönnun frá íslenska fatahönnuðinum Hildi Yeoman. Graham er með yfir 21 milljón fylgjendur á Instagram og deildi þar sjóðheitri myndaröð af sér í kjólnum. 

Kjóllinn sem Graham klæddist heitir Wave og er í mynstri sem kallast Neon Pearl, en kjóllinn kostar 49.900 krónur.

Á Instagram-síðu spjallþáttarins birtist einnig myndskeið af Graham þar sem hún sagði frá dressinu sínu. „Halló, ég er í kjól frá Hildi Yeoman,“ sagði Graham og snéri sér í hring. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Graham klæðist hönnun eftir Hildi. Fyrr á árinu birti hún mynd af sér í bláum Wave-bol, en hún virðist sérlega hrifin af Wave-sniðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda