„Eins og er þá myndi ég aldrei fara í þröngar gallabuxur“

Ástrós Traustadóttir er mikill fagurkeri og tískuunnandi.
Ástrós Traustadóttir er mikill fagurkeri og tískuunnandi.

Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir er mikill fagurkeri og tískuunnandi, en á Instagram-reikningi hennar má finna ótal flottar tískumyndir.

Ásamt því að búa til tísku- og lífsstílstengt efni fyrir samfélagsmiðla starfar Ástrós sem danskennari og hefur einnig komið fram í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað og LXS.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ég myndi segja að hann væri mjög klassískur og tímalaus með skandinavísku yfirbragði.“

Ástrós segir fatastíl sinn vera með skandinavísku yfirbragði.
Ástrós segir fatastíl sinn vera með skandinavísku yfirbragði.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Það getur verið ótrúlega misjanft, en ef ég er eitthvað að brasa þá er það yfirleitt „oversized“ suit-buxur af einhverjum stíl, góð peysa og blazer-jakki yfir. Á þessum árstíma fer ég oft í kápu yfir, en ég elska að stæla kápu yfir blazer-jakka. 

Svo get ég líka verið bara í kósígallanum mínum frá Skims á þeim dögum sem ég er heima með dóttur mína þar sem ég er ennþá í orlofi.“

Ástrós er enn í orlofi, en hún eignaðist dóttur í …
Ástrós er enn í orlofi, en hún eignaðist dóttur í febrúar síðastliðnum.

En þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

„Örugglega bara svipað, nema þá fer ég í hæla og fínan bol eða skyrtu undir blazer-jakkann. Mér finnst líka gaman að fara í pils, þunnar sokkabuxur og stígvél.“

Ástrós notar oft hælaskó og fylgihluti til að poppa upp …
Ástrós notar oft hælaskó og fylgihluti til að poppa upp dressin sín.

Hvað er helst að finna í fataskápnum þínum?

„Yfirhafnir, endalaust af yfirhöfnum!“

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Ég fell oftast fyrir blazer-jökkum í góðu sniði.“

Ástrós fellur oftast fyrir fallegum yfirhöfnum.
Ástrós fellur oftast fyrir fallegum yfirhöfnum.

Hver eru bestu fatakaupin?

„Að þessu sinni er það örugglega kápan mín frá Stand Studio, en mér finnst hún tímalaus og fullkomin fyrir þennan árstíma.“

En verstu fatakaupin?

„Ég keypti mér skær grænar leður buxur í fyrra sem voru mjög kúl á öllum nema mér held ég.“

Ástrós er hrifin af tímalausum og klassískum flíkum.
Ástrós er hrifin af tímalausum og klassískum flíkum.

Er eitthvað sem þú myndir aldrei fara í?

„Eins og er þá myndi ég aldrei fara í þröngar gallabuxur“

Áttu þér uppáhaldsfylgihlut?

„Það væri annað hvort Yves Saint Laurent taskan mín eða „vintage“ stígvél sem ég keypti í Rauða Krossinum.“

Þröngar buxur heilla Ástrósu ekki, en hún kýs frekar víðari …
Þröngar buxur heilla Ástrósu ekki, en hún kýs frekar víðari buxur.

Áttu þér uppáhaldsmerki?

„Source Unknown er í miklu uppáhaldi hjá mér núna og The Frankie Shop. Þessi merki eru alltaf með geggjaðar vörur fyrir haustið og veturinn sem er svona mest megnis af árinu hjá okkur.

Áttu þér uppáhaldsbúðir til að versla í?

„Andrá og GK Reykjavík eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars versla í líka mikið í Zöru og Weekday.“

The Frankie Shop er í miklu uppáhaldi hjá Ástrósu þessa …
The Frankie Shop er í miklu uppáhaldi hjá Ástrósu þessa dagana.

Áttu þér uppáhaldsliti?

„Mosagrænn er klárlega uppáhaldslituinn minn, en annars eru bara allir jarðtónar í miklu uppáhaldi hjá mér og flestar mínar flíkur í þeim litum.“

Hvað er ómissandi í fataskápinn fyrir veturinn?

„Góð klassísk kápa, svört stígvél og „oversized“ prjónapeysa.“

„Oversized“ prjónapeysa er ómissandi fyrir veturinn að mati Ástrósar.
„Oversized“ prjónapeysa er ómissandi fyrir veturinn að mati Ástrósar.

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir veturinn?

„Taska frá Polone Paris í brúnum lit.“

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Draumurinn er að eignast Kelly-tösku frá Hermés.“

Efst á óskalista Ástrósar er Kelly-taska frá Hermés.
Efst á óskalista Ástrósar er Kelly-taska frá Hermés.

Hver finnst þér vera best klæddi einstaklingurinn í heiminum í dag?

„Hailey Bieber er mín allra uppáhalds þegar kemur að tísku, en undanfarið eru það líka Zoe Kravitz og Rosie Huntington.“

Ástrós sækir tískuinnblástur til Hailey Bieber, Zoe Kravitz og Rosie …
Ástrós sækir tískuinnblástur til Hailey Bieber, Zoe Kravitz og Rosie Huntington.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál